Útgáfuhátíð Byggðasögu Skagafjarðar

Í tilefni útgáfu fimmta bindis Byggðasögu Skagafjarðar, sem að þessu sinni fjallar um byggðir Rípurhrepps og Viðvíkurhrepps, verður blásið til fagnaðar í kvöld, kl. 20:30 á Sveitasetrinu á Hofstöðum.

Til skemmtunar verður söngur, hljóðfæraleikur og upplestur en lesið verður úr bókinni og flutt ávörp í tilefni útgáfunnar.  Þá verður bókin til sýnis og sölu á staðnum og kostar eintakið 15.000 krónur.

Íbúar Rípurhrepps og Viðvíkurhrepps eru sérstaklega boðnir velkomnir og er aðgangur ókeypis, kaffi og meðlæti á boðstólum.

Nánari upplýsingar um bókina er að finna á vefnum: http://sogufelag.skagafjordur.is

Fleiri fréttir