Varað við niðurskurði til frístundamála
Félag fagfólks í frítímaþjónustu hefur sent sveitastjórn Skagafjarðar bréf þar sem skorað er á sveitarfélagið að standa vörð um starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila fyrir börn og unglinga.
Í erindinu er varað við afleiðingum þess að skerða framlög til frítímastarfs. Var erindi þetta lagt fram til kynningar á síðasta fundi félags- og tómstundanefndar Skagafjarðar.