Vatnslaust í hluta útbæjar Sauðárkróks
feykir.is
Skagafjörður
26.04.2021
kl. 09.00
Í dag verður unnið við heimtaugar á Suðurgötu, Hliðarstíg, Skógargötu og Kambastíg og mun það hafa í för með sér að lokað verður fyrir rennsli á heitu og köldu vatni um tíma. Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum segir að reiknað sé með að byrja um kl. 10 en ekki er vitað hvað verkið tekur langan tíma.
Notendur eru beðnir að sýna þolinmæði og reynt verður að hraða verkinu eins og hægt er.
