Védís Huld Sigurðardóttir sigurvegari Meistaradeildar KS 2023

Það var kvenfólkið sem barðist um efstu sætin í einstaklingskeppninni í vetur en svo fór að Védís Huld Sigurðardóttir stóð uppi sem sigurvegari eftir keppnir tímabilsins, í öðru sæti var Mette Mannseth og í því þriðja Guðmunda Ellen Sigurðardóttir. Myndir af FB síðu deildarinnar.
Það var kvenfólkið sem barðist um efstu sætin í einstaklingskeppninni í vetur en svo fór að Védís Huld Sigurðardóttir stóð uppi sem sigurvegari eftir keppnir tímabilsins, í öðru sæti var Mette Mannseth og í því þriðja Guðmunda Ellen Sigurðardóttir. Myndir af FB síðu deildarinnar.

„Frábæru tímabili Meistaradeildar KS er nú lokið og hefur keppnin verið æsispennandi nú í vetur og var ekki neitt öðruvísi uppi á teningnum í kvöld,“ segir í  tilkynningu deildarinnar á Facebook-síðu sinni en lokakeppni fór fram í gærkvöldi þegar keppt var í tölti og skeiði. Védís Huld Sigurðardóttir kom sá og sigraði en hún reið til úrslita í öllum greinum vetrarins og var krýnd sigurvegari Meistaradeildar KS 2023.

Í öðru sæti var Mette Mannseth, í þriðja sæti Guðmunda Ellen Sigurðardóttir, í fjórða sæti Þórarinn Eymundsson og í því fimmta Bjarni Jónasson.

Það var svo lið Íbishóls sem sigraði liðakeppnina þetta árið enda vel skipað úrvals knöpum. Liðsmenn eru Magnús Bragi Magnússon (liðsstjóri), Guðmar Freyr Magnússon, Freyja Amble Gísladóttir, Árný Oddbjörg Oddsdóttir og áðurnefndur sigurvegari einstaklingskeppninnar, Védís Huld Sigurðardóttir.

  1. Íbishóll 396 stig
  2. Þúfur 333 stig
  3. Hrímnir 323 stig
  4. Dýraspítalinn Lögmannshlíð 316 stig
  5. Storm Rider 310.5
  6. Equinics 303.5
  7. Uppsteypa 275.5
  8. Eques 210.5

 

Tölt

Í töltkeppni kvöldsins sigruðu Mette Mannseth og Hannibal frá Þúfum með einkunnina 8.39 en þau sigruðu einnig fjórgang fyrr í vetur. Það var villikötturinn Guðmar Þór Pétursson og Sókrates frá Skáney (7.94) sem hlaut annað sæti, í þriðja sæti varð Fredrica Fagerlund og Stormur frá Yztafelli með 7.67. Í því fjórða Magnús Bragi Magnússon með Óskadís frá Steinnesi (7.56) og í fimmta sæti Bjarni Jónasson og Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli (7.50) en á Facbookfærslu deildarinnar segir að þetta væri í fjórða skipti sem það par ríður til A-úrslita í deildinni í vetur.

Skeið

Efstir í skeiðkeppninni urðu eftirfarandi:
1. Gústaf Ásgeir Hinriksson & Sjóður frá Þóreyjarnúpi 4,91 Eques
2. Agnar Þór Magnússon & Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 4,93 Dýraspítalinn Lögmannshlíð
3. Guðmar Freyr Magnússon & Vinátta frá Árgerði 4,93 Íbishóll Dýraspítalinn Lögmannshlíð
4. Guðmunda Ellen Sigurðardóttir & Straumur frá Hríshóli 1 4,93 Equinics
5. Kristófer Darri Sigurðsson & Gnúpur frá Dallandi 4,97 Hrímnir

Það var lið Equinics sem sigraði liðakeppnina í skeiði en keppendur þar voru Sigurður Heiðar Birgisson, Klara Sveinbjörnsdóttir og Guðmunda Ellen Sigurðardóttir.

Sjá nánar á Facebooksíðunni Meistaradeild KS í hestaíþróttum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir