Vetrarþjálfun og reiðmennska
FT-norður stendur fyrir sýnikennslu í Svaðastaðahöllinni miðvikudaginn 21. janúar kl: 20:00.
Tekinn verður upp þráðurinn frá því í haust og farið yfir mikilvæg atriði varðandi þjálfun og reiðmennsku.
Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í reiðhöllum og gangsetningu klárgengra hesta.
Verð: 1500 kr.
Skuldlausir FT félagar 1000 kr.
Kennarar: Ísólfur L. Þórisson, Þorsteinn Björnsson og Þórarinn Eymundsson.
Allir áhugasamir hjartanlega velkomnir.