Vilja kaupa íbúðir sínar
Guðmundur B. Eyþórsson, fjármálastjóri Háskólans á Hólum hefur sent Byggðaráði Skagafjarðar erindi fyrir hönd íbúa við Nátthaga á Hólum þar sem falast er eftir því hvort mögulegt sé að íbúarnir geti fengið að kaupa íbúðir þær sem þeir búa í af sveitarfélaginu.
Byggðaráð tók jákvætt í erindið og hefur Guðmundi Guðlaugssyni, sveitarstjóra, verið falið að að vinna að framgangi málsins.