Viltu gefa veglega jólagjöf?

Skagfirðingabúð og Sögufélag Skagfirðinga efna til gjafaleiks fyrir jólin þar sem verðlaunin eru öll níu bindi Byggðasögu Skagafjarðar. Til að taka þátt þarf að leggja leið sína í Skagfirðingabúð og skrá nafn þess sem þú vilt gefa og láta í pott sem verður dregið úr á Þorláksmessu. Sá hinn heppni fær gjöfina keyrða heim til sín fyrir jólin.

Níunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar fjallar um Holtshrepp. Samtals 50 býli í Stíflu og Fljótum, ásamt sveitarfélagslýsingu, auk þess sem þrjár jarðir í Úlfsdölum fá umfjöllun.

Í texta og myndmáli er fjallað um þær jarðir sem verið hafa í ábúð á árabilinu 1781-2019. Hverri jörð er lýst, bygginga getið og tafla fylgir yfir fólk og áhöfn á tímabilinu 1703-2019. Eignarhald og saga jarðanna er rakin frá því þær koma fyrst við heimildir. Öllum fornbýlum og seljum er lýst og GPS- stöðuhnit þeirra tilgreind.

Ábúendatal frá tímabilinu 1781-2019 fylgir jarðarlýsingum, auk fjölda innskotsgreina; þjóðsögur, vísur og frásagnir af fólki og fyrirbærum. Rík áhersla er lögð á myndefni. Ljósmynd af hverju býli og núverandi ábúendum, auk fjölda annarra mynda og teikninga sem sýna atvinnuhætti, fornar minjar, torfbæi og markverða staði.

Bókin er 496 blaðsíður með 776 ljósmyndum, kortum og teikningum, ljósmyndaskrá er í bókarlok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir