Vitundarvika um ADHD - Fræðslufundur í kvöld
Í kvöld verður haldinn fræðslufundur með Ingvari Guðnasyni sálfræðingi, fyrir foreldra, aðstandendur og alla þá sem áhuga hafa á að fræðast um ofvirkni og athyglisbrest, ADHD. Fundurinn fer fram í Húsi frítímans í kvöld og hefst klukkan 20:00 .
Athyglisbrestur og ofvirkni, sem oft er kallað ADHD, er taugaþroskaröskun sem kemur yfirleitt snemma fram eða fyrir 7 ára aldur og getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun en er algerlega óháð greind.
Það er Félag langveikra barna og barna með ADHD í Skagafirði og Sveitarfélagið Skagafjörður sem standa að fundinum og eru allir sem láta sig málið varða hvattir til að mæta.