Ýmis lán og styrkir í boði
SSNV atvinnuþróun býður einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum uppá aðstoð við styrkumsóknir þeim að kostnaðarlausu. Þar sem margir styrkir eru til umsóknar á sama tíma og mikið að gera við aðstoð vegna styrkumsókna, er sú vinnuregla við aðstoð við styrkumsóknir að ekki eru tekin verkefni þegar minna en ein vika er eftir af umsóknarfresti.
Þeir sem óska eftir aðstoð við styrkumsóknir eru beðnir að kynna sér vel þá styrki sem í boði eru á hverjum tíma og sækjast eftir aðstoð SSNV tímanlega. SSNV atvinnuþróun getur ekki á neinn hátt ábyrgst árangur af styrkumsóknum sem samtökin taka þátt í eða styðja.
Á vefsíðu SSNV er listi yfir fjölda styrkja sem í boði eru ásamt helstu upplýsingum um þá. Ekki er um tæmandi lista að ræða og ef einhver hefur ábendingu um sjóði sem ættu heima á síðunni er hann vinsamlegast beðinn að láta umsjónarmann styrkjasíðunnar vita.