feykir.is
Skagafjörður
04.12.2017
kl. 08.17
Fyrirliggjandi heimildir um landnám í Fljótum vekja óneitanlega spurningar varðandi landnám Nafar-Helga. Hvers vegna bjó hann á Grindli en ekki á Barði, langsamlega bestu jörð í hans landnámi? Hvers vegna verður Barð jafn ótrúlega landmikil og kostamörg jörð, án þess að vera landnámsjörð, liggjandi að landnámsbýli Nafar-Helga? Af hverju sitja afkomendur Nafar-Helga ekki Barð, svo séð verði? Hvernig má vera að landnám Nafar-Helga er mikið stærra og hefur margvísleg gæði umfram landnám Þórðar knapps, sem þó er sagður koma honum samskipa í Fljót. Til að fá skýrari mynd af þessu er rétt að meta þær takmörkuðu vísbendingar sem ritaðar heimildir gefa.
Meira