Skagafjörður

Flugið – komið til að vera.

„Ég þarf að skreppa aðeins út á flugvöll”. Varla var ég búinn að sleppa orðinu við kollega mína á Faxatorginu, þegar ég hugsaði hvað þessi setning hljómaði eitthvað vel. Og af hverju? Jú, það var von á fyrsta áætlunarfluginu til Sauðárkróks í næstum fimm ár. Fljótlega fór ég að heyra hjá fólki hvað því þætti gaman að heyra orðið aftur í flugvél og sjá flugvöllinn upplýstan í vetrarmyrkrinu. Mér er engin launung í því að eitt af því sem lagðist hvað skringilegast í mig þegar ég tók við starfi mínu hér fyrir rúmum tveimur á árum var að hingað væri ekki flogið lengur. Ekki bara að þetta standi fyrir ákveðin þægindi atvinnu- og búsetusvæðis, heldur þótti mér sú staðreynd að þessi fyrrum kandidat sem varaflugvöllur í millilandaflugi með eina lengstu flugbraut landsins væri orðinn skilgreindur af flugmálayfirvöldum sem „lendingarstaður" líkt og Bakki og Stóri-Kroppur (já, upp með landakortið...) með allri virðingu fyrir þessum flugvöllum. Og sem gamall flugafgreiðslumaður úr innanlandsfluginu mundi ég eftir þeim umsvifum, sem fylgdu fluginu hingað þegar að best lét.
Meira

Blandaðar bardagalistir hjá júdódeild Tindastóls

Síðasta haust ýtti júdódeild Tindastóls úr vör námskeiði í blönduðum bardagalistum, sem samanstóð af æfingum í jujitsu, kickboxi og boxi. Vegna góðrar aðsóknar og áhugasamra þjálfara var ákveðið að bjóða aftur upp á þetta námskeið á vorönn.
Meira

Almenn ánægja með landsmótið 2016

Laugardaginn 20. janúar sl. stóð hestamannafélagið Skagfirðingur fyrir opnum fundi í Tjarnarbæ, félagsheimili félagsins á Sauðárkróki, þar sem fjallað var um landsmótið 2016 sem haldið var á Hólum í Hjaltadal.
Meira

Drangey í fyrsta prufutúrnum

Eftir prófanir á búnaði millidekks og lestar í Drangey SK 2 sl. föstudag voru kör settar í lestar skipsins og undirbúið fyrir brottför í prufutúr sem lagt var upp í í gær, laugardag.
Meira

Sögusetur íslenska hestsins

Kristinn Hugason skrifar um hesta og menn :: :: Sögusetur íslenska hetsins (SÍH) var stofnað á Hólum í Hjaltadal árið 2001 af Hestamiðstöð Íslands, Byggðasafni Skagfirðinga og Hólaskóla. Sögusetrið var gert að sjálfseignarstofnun árið 2006, stofnaðilar; Byggðasafn Skagfirðinga og Hólaskóli. Á árinu 2014 var rekstrarformi SÍH breytt í sjálfseignarstofnun með staðfesta skipulagsskrá.
Meira

Þátttaka í samfélagi

Nú í vor fara fram sveitastjórnarkosningar og þá fer að hefjast umræða og mótun á nýrri bæjarstjórn í bryggjuskúrum og kaffistofum eða maður á mann niður í kaupfélagi.
Meira

Kjúllaréttur, bananabrauð og ostasalat sem slær í gegn

„Það er ekki hægt að segja að við séum mikið fyrir flóknar uppskriftir eða tímafrekar, við notum yfirleitt bara netið og „googlum“ því sem okkur langar að elda og finnum hentugustu (a.k.a. auðveldustu) uppskriftina og förum eftir henni,“ segja matgæðingarnir í 4. tölublaði Feykis árið 2016, þau Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir og Magnús Ásgeir Elíasson á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal.
Meira

Chris Davenport kominn í raðir Stólanna

Eins og kunnugt er hefur samstarfi körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Brandon Garrett verið hætt og var hann því ekki með í sigurleik liðsins á móti Grindavík í gær. Í hans stað kemur annar Bandaríkjamaður, Chris Davenport að nafni.
Meira

Stólarnir fá hluta lógósöfnunar Feykis

Í tilefni góðrar lógósöfnunar í Feyki, undanfarinna tveggja blaða, þar sem meistaraflokki Tindastóls er óskað til hamingju með Maltbikarinn ákvað Nýprent, sem gefur blaðið út, að láta hluta andvirðisins renna til deildarinnar. Einnig fékk plaggat af bikarmeisturunum, með myndum Hjalta Árna, að fljóta með ásamt upplýsingum um gengi liðsins í keppninni.
Meira

Garðfuglahelgi Fuglaverndar 26. - 29. janúar

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar hefst í dag og stendur fram á mánudaginn 29. janúar. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma einhvern þessara daga. Athugendur velja hvaða dag þeir fylgjast með garðfuglunum eftir veðri og aðstæðum. Þátttakendur skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og þá er miðað við mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir.
Meira