Skagafjörður

Ekki teljandi skemmdir í asahláku gærdagsins

Það gerði mikla hláku á landinu í gær með hlýjum vindstrengjum og úrhellisrigningu. Vindstyrkurinn fór upp í 29m/s á Bergstöðum og hviðurnar náðu að feykja hinum ýmsu hlutum um koll. Á Sauðárkróki rann mikið leysingavatn niður klaufirnar á Nöfum og stóðu starfsmenn sveitarfélagsins og verktakar vaktina og náðu að stýra flaumnum með því að grafa rásir og setja möl þar sem þurfti.
Meira

Bjarni vill vita hvað þurfi til að Alexandersflugvöllur verði varaflugvöllur fyrir millilandavélar

Bjarni Jónsson varaþingmaður Vinstri grænna tók sæti sem varamaður á Alþingi í síðustu viku og sat ekki aðgerðalaus frekar en fyrri daginn. Lagði hann m.a. fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um varaflugvöll við Sauðárkrók.
Meira

Íslenskt lambakjöt – fyrsta verndaða afurðaheitið á Íslandi

Matvælastofnun hefur skráð íslenskt lambakjöt sem verndað afurðarheiti á grundvelli laga nr. 130 frá 2014 um vernd afurðaheita sem geta vísað til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Enska útgáfan, Icelandic lamb er einnig skráð. Lambakjöt er fyrsta íslenska afurðin sem fær vernd samkvæmt lögunum. Þar með er lambið komið í flokk með Parma- skinku, Kampavín, Camembert de Normandie ost og Kalix Löjrom kavíar.
Meira

Gul viðvörun víða á landinu – Færð gæti spillst á fjallvegum

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Suðausturland. Aðstæður gætu orðið erfiðar á fjallvegum s.s. Holtavörðuheiði, Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði.
Meira

Ef þú átt kindur þá eru jól oft á ári

Áskorandi Linda Jónsdóttir Árgerði Sæmundarhlíð Þegar ég var að alast upp í Bolungarvík voru kindur ekki ofarlega á vinsældarlistanum hjá mér. Pabbi var með nokkrar kindur í hesthúsinu og fóru þær frekar mikið í taugarnar á mér, fannst þær vera endalaust jarmandi og hafði ekki nokkurn áhuga á þeim.
Meira

Haukarnir höfðu betur í Hafnarfirði

Tindastólsmenn héldu suður í Hafnarfjörðinn í gær þar sem liðið spilaði við Hauka. Stólarnir voru vel inni í leiknum fram yfir miðjan þriðja leikhluta en þá kom átta mínútna kafli þar sem liðið gerði aðeins fjögur stig á meðan heimamenn röðuðu niður körfum eins og enginn væri morgundagurinn og náðu mest 24 stiga forystu. Stólarnir klóruðu lítillega í bakkann áður en leiktíminn rann út en lokastaðan var 91-73.
Meira

Atvinnupúlsinn 8. þáttur

Í 8. og síðasta þætti Atvinnupúlsins, sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni N4, er rætt við Sigfús Inga Sigfússon,verkefnisstjóra Svf. Skagafjarðar; Martein Jónsson, framkvæmdarstjóra verslunar- og þjónustusviðs KS; Sigríði Svavarsdóttur, forseta sveitarstjórnar; Gunnstein Björnsson, framkvæmdastjóra Atlantic Leather; Bryndísi Lilju Hallsdóttur, verkefnastjóra hjá sveitarfélaginu og Herdísi Sæmundardóttur, fræðslustjóra. Veglegur þáttur hér á ferð.
Meira

Tveir fiskréttir og Draumurinn hennar Dísu

„Við erum ansi dugleg að skiptast á um eldamennskuna og frágang, þó frágangurinn sé ekki eitthvað sem slegist er um. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að við gleðjumst yfir góðum fisk eða fiskiréttum með ýmsum tilbrigðum. Við deilum með ykkur tveimur af okkar uppáhalds réttum sem við fengum fyrir ótrúlega mörgum árum og hafa frá þeirri stundu verið vinsælir hér á borðum,“ segja matgæðingar vikunnar í 5. tölublaði Feykis árið 2016 þau Ásdís Hrund Ármannsdóttir og Jón Helgi Pálsson á Hofsósi.
Meira

Vilhelm Vilhelmsson ráðinn forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Norðurlandi vestra

Vilhelm Vilhelmsson, sagnfræðingur frá Hvammstanga, hefur verið ráðinn forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra sem er eitt rannsóknasetra Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands. Megináhersla þess í rannsóknum er sagnfræði. Starfsstöð setursins er á Skagaströnd.
Meira

Starfsfólk Svf. Skagafjarðar hefur ekki fengið laun sín greidd

Bilun var í greiðslukerfum Reiknistofu bankanna í gær sem olli truflunum í heimildagjöf greiðslukorta og hraðbönkum. Einnig urðu viðskiptavinir verslana fyrir óþægindum þar sem erfitt reindist að greiða með greiðslukortum. Starfsfólk Svf. Skagafjarðar hefur ekki fengið laun sín greidd.
Meira