Ekki teljandi skemmdir í asahláku gærdagsins
feykir.is
Skagafjörður
05.02.2018
kl. 13.14
Það gerði mikla hláku á landinu í gær með hlýjum vindstrengjum og úrhellisrigningu. Vindstyrkurinn fór upp í 29m/s á Bergstöðum og hviðurnar náðu að feykja hinum ýmsu hlutum um koll. Á Sauðárkróki rann mikið leysingavatn niður klaufirnar á Nöfum og stóðu starfsmenn sveitarfélagsins og verktakar vaktina og náðu að stýra flaumnum með því að grafa rásir og setja möl þar sem þurfti.
Meira
