Auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina 2018
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
07.12.2017
kl. 10.14
Auglýst hefur verið eftir umsóknum um Eyrarrósina 2018 en Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið viðurkenningarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista. Frá upphafi hafa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík staðið saman að verðlaununum, eða frá árinu 2005.
Meira
