Skagafjörður

Stólastúlkur taka á móti liði Keflavíkur í dag

Síðasta umferðin í Bestu deild kvenna fer fram í dag og hefjast allir leikirnir kl. 14:00. Á Sauðárkróksvelli verður mikilvægur leikur í botnbaráttunni þar sem lið Tindastóls tekur á móti botnliði Keflavíkur. Nú þurfa stuðningsmenn Stólastúlkna að skella sér í regngallann og fjölmenna á völlinn og styðja stolt Norðurlands vestra í fótboltanum. Oft var þörf en nú er nauðsyn.
Meira

„Ég prjóna aldrei meira en þegar mikið er í gangi í vinnu og einkalífi“

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir er gift Pétri Helga Stefánssyni og búa þau í Skagafirði. Þau hjónin eru að flytja milli heimila þessa dagana en eru enn með lögheimili í Víðidal. Gréta Sjöfn starfar sem félagsmálastjóri í Skagafirði og ber einnig ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk í Húnavatnssýslum og Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands.
Meira

Vatnavextir og skriðuföll á Norðurlandi vestra

Óvenju mikið vatnsveður hefur verið á Norðurlandi síðustu tvo daga og regninu hafa fylgt vatnavextir og skriðuföll. Feykir sagði frá því í gær að Siglufjarðarvegi hefði verið lokað milli Ketiláss og Siglufjarðar og er hann enn lokaður. Skriða féll í Hofsá rétt ofan göngubrúarinnar á Hofsósi og skriður hafa fallið á Reykjaströnd og í Vatnsdal.
Meira

Veginum milli Siglufjarðar og Ketiláss lokað

Siglufjarðarvegi á milli Ketiláss og Siglufjarðar hefur verið lokað vegna grjót- og aurskriðu. Vegagerðin beinir því til vegfarenda sem þurfa að komast til Siglufjarðar eða frá Siglufirði að fara Lágheiðina 82 eða þjóðveg 1 yfir Öxnadalsheiði. Það hefur verið úrhellisrigning á mestöllu Norðurlandi í sólarhring, Veðurstofan hefur varað við veðrinu með gulri viðvörun sem stendur til klukkan fimm í nótt.
Meira

Smalahundakeppni í Vatnsdal um helgina

Smalahundafélag Íslands stendur fyrir landskeppni smalahunda nú um helgina og fer keppnin fram á Ási í Vatnsdal. Keppt verður í unghundaflokki, A-flokki og B-flokki. Keppni hefst klukkan 10 bæði laugardag og sunnudag.
Meira

80 ár í syngjandi sveiflu í Hofi í haust

Aðdáendur skagfirsku sveiflunnar þurfa ekki að örvænta í haust. Tónleikahaldararnir Dægurflugan munu í október færa Norðlendingum örlítið nettari útgáfu af 80 ár í syngjandi sveiflu sem var sett upp tvívegis í vor í Hörpu. Þá mætir Geirmundur með eigin hljómsveit í Salinn í Kópavogi nú í september með sígilt söngkvöld.
Meira

Sagnakvöld í Kakalaskála annað kvöld

Það verður Sagnakvöld í Kakalaskála laugardagskvöldið 24. ágúst en þar stíga á stokk þau Einar Kárason, Óttar Guðmundsson og Jóhanna V. Þorvaldsdóttir sem kveður rímur. Erindi Einars kallast Að elta auðnustjörnuna en Óttar mun fjalla um hinn litríka Sigurð Breiðfjörð, samskipti hans við Fjölnismenn og ýmislegt fleira.
Meira

Lýtingurinn Gunnar Freyr glímir í Englandi

Á heimasíðu Glímusambands Íslands er sagt frá því að flottur hópur glímumanna sé nú á keppnisferðalagi um England þar sem tíu glímumenn- og konur taka þátt í ellefu mótum á tíu dögum. Einn af þeim sem stígur dansinn er skráður í UMSS en það er Gunnar Freyr Þórarinsson og lagði Feykir nokkrar spurningar fyrir hann í gær. Gunnar Freyr er sonur Sigrúnar Helgu Indriðadóttur og Þórarins Guðna Sverrissonar sem búa á Stórhóli í Lýtingsstaðahreppi. „Þar er ég alinn upp en hef í seinni tíð verið heimalningur í Skagafirðinum á sumrin en hef verið í skóla á Akureyri og í Reykjavík síðan haustið 2015,“ segir hann til að byrja með.
Meira

Farskólinn óskar eftir umsóknum frá bændum/smáframleiðendum til að sækja Terra madre matarhandverkssýningu

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra í samstarfi við ERASMUS+, styrkjaáætlun ESB, mun fara í ferð til Ítalíu á Terra madre matarhandverkssýninguna, sem haldin verður 26.-30. september, með allt að 20 þátttakendur. Forgang í ferðina hafa þeir bændur/smáframleiðendur sem hafa verið að framleiða vörur og sækja námskeið Farskólans á undanförnum misserum og árum og hafa sýnt að þeim er alvara í því að þróa og selja vörur af svæðinu.
Meira

Gul veðurviðvörun til miðnættis í kvöld

Gul veðurviðvörun er nú í gildi á Norðurlandi vestra og víðar en á vedur.is segir að talsverð eða mikil rigning sé, einkum á utanverðum Tröllaskaga, í Skagafirði og á Ströndum. Veðurviðvörunin gildir til miðnættis í kvöld og mun vatnsborð í ám og lækjum vaxa talsvert og vöð og árfarvegir geta því orðið varasöm. Einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni, ferðamenn ættu að forðast brattar fjallshlíðar.
Meira