Skagafjörður

Innviðaráðherra fundaði með landshlutasamtökum sveitarfélaga

Á heimasíðu ssnv.is segir að Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV heimsótti innviðaráðuneytið nú á dögunum ásamt öðrum framkvæmdastjórum og formönnum landshlutasamtakanna. Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra fundaði með hópnum en landshlutasamtökin óskuðu eftir fundinum í þeim tilgangi að kynna samtökin, hlutverk þeirra og verkefni fyrir ráðherra og fá sýn hennar á byggðaþróun.
Meira

Tvö ný listaverk á Norðurstrandarleið

Feykir sagði frá því, fyrir viku síðan, að nýtt listaverk væri komið upp á Sauðárkróki en nú hafa verið sett upp ný listaverk á Skagaströnd og á Hvammstanga. Listaverkin voru unnin af hópi listafólks frá Úkraínu sem kallar sig UNDRUN/Dyvyna DECOR, en þau hafa reynslu af því að vinna sambærileg verkefni á Íslandi. Við hönnun listaverkanna var litið til sagnaarfs svæðisins og áherslur Norðurstrandarleiðar. Á Sauðárkrók var settur upp hestur, myndarammi með Þórdísi spákonu er kominn upp á Skagaströnd og á Hvammstanga má finna sel í fjörunni.
Meira

Andri Snær og Sara Líf stóðu sig vel í hrútadómum óvanra

Bjarni Hermannsson á Leiðólfsstöðum í Dölum er nýr Íslandsmeistari í hrútadómum. Hann sigraði eftir harða keppni á Sauðfjársetrinu í Sævangi sl. sunnudag. Í öðru sæti varð Jón Þór Guðmundsson á Galtarholti í Hvalfjarðarsveit og þriðja varð Hadda Borg Björnsdóttir á Þorpum við Steingrímsfjörð á Ströndum. Bæði Jón Þór og Hadda hafa áður unnið Íslandsmeistaratitil en frá þessu segir á FB-síðu Sauðfjárseturs á Ströndum.
Meira

Skagfirðingamótið haldið í frábæru golfveðri í Borgarnesi

Laugardaginn 10. ágúst var glatt á hjalla á Hamri í Borgarnesi en þá fór fram 26. Skagfirðingamótið í frábæru golfveðri, logn og smá væta. Alls gátu 96 einstaklingar tekið þátt og var kominn biðlisti þegar styttist í mót en enginn forfallaðist og komust því færri að en vildu þetta árið, þar af voru 57 karlmenn og 39 kvenmenn.
Meira

Una Karen í 2. sæti á Íslandsmóti unglinga í höggleik

Um sl. helgi fór fram Íslandsmót unglinga í höggleik og var leikið á Nesvelli hjá Golfklúbbnum Ness á Seltjarnarnesi fyrir keppendur 14 ára og yngri og fyrir keppendur 15-18 ára var keppt á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Golfklúbbur Skagafjarðar átti nokkra flotta fulltrúa á báðum völlum en það sem stóð upp úr eftir helgina var að Una Karen Guðmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og varð í 2. sæti í sínum flokki, frábær árangur.
Meira

Grikkinn Ioannis bætist í hóp Tindastólsmanna

Það styttist í að körfuboltinn fari að skoppa og nú í dag tilkynnti körfuknattleiksdeild Tindastóls um að samið hefði verið við hinn gríska Ioannis Agravanis um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónus-deildinni. „Agravanis er fjölhæfur framherji sem getur gert sitt lítið að hverju inn á vellinum. Það tók sinn tíma að finna leikmann með hans eiginleika og vonandi mun sú þolinmæði skila sér.“ segir Benedikt Guðmundsson þjálfari Stólanna í tilkynningu frá félaginu.
Meira

Stólarnir komnir í góða stöðu á toppi 4. deildar

Það var stórleikur í 4. deildinni á Króknum í dag þegar lið Tindastóls tók á móti Kópavogspiltum í Ými í raka og þelköldu þokulofti. Liðin hafa skipst á um að tróna á toppi deildarinnar síðustu vikurnar og ljóst að sigur í dag yrði stórt skref fyrir heimamenn í átt að því að tryggja sér keppnisrétt í 3. deild að ári. Það fór svo að stigin þrjú bættust í Stólapottinn eftir 3-1 sigur og áfram heldur frábært gengi Tindastóls í deildinni.
Meira

Mikilvægur leikur á Króknum og strákarnir tilbúnir og spenntir

„Við erum tilbúnir og spenntir; við munum þó nálgast þennan leik á sama hátt og við höfum hvern annan leik,“ segir Dominic Furness sem þjálfar karlalið Tindastóls í fótboltanum þegar Feykir hafi samband. Það er nefnilega stórleikur á morgun, laugardag, því þá mætir lið Ýmis á Krókinn en þeir Kópavogspiltar hafa trónað á toppi 4. deildarinnar lengst af sumars. Nú eru Stólarnir á toppnum en hafa leikið einum leik meira en lið Ýmis.
Meira

Mugison í Sauðárkrókskirkju í kvöld

Mugison er nú staddur í rúmlega hálfnuðu kirkjumaraþoni og í kvöld er það Sauðárkrókskirkja en hún er númer 55 í röðinni af 100 kirkju tónleikum í 100 póstnúmerum fyrir jól hjá meistara Mugison. 
Meira

Mættu ekki klárar til leiks á Heimavöll hamingjunnar

„Við mætum bara ekki klárar til leiks, ætli það hafi ekki gert okkur erfitt fyrir að koma til baka þegar við lendum undir 2-0 strax í byrjun leiks,“ sagði Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls í Bestu deild kvenna, þegar Feykir spurði hana út í leikinn gegn Víkingum í gærkvöldi. „Ég get ekki annað en verið hreinskilin og segja að varnarleikurinn var virkilega slæmur og það er eitthvað sem við veðrðum að laga.“
Meira