Stúlkur frá Norðurlandi vestra fulltrúar Íslands á Heimsmeistaramóti ungra bakara
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
07.06.2024
kl. 08.54
Heimsmeistaramót ungra bakara var haldið hér á landi dagana 3.-5. júní en keppnin hefur verið haldin af International Union of Bakers & Confectioners (UIBC) síðan 1972 en það er alþjóðlegt samband fyrir bæði bakara og kökugerðarmenn um allan heim. Hér er á ferðinni stór og mikill viðburður sem Landssamband bakarameistara (LABAK) sjá um og var haldið á Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Þetta er ekki bara í fyrsta skipti sem þetta heimsmeistaramót er haldið hér á landi heldur einnig í fyrsta skipti sem eitt af norðurlöndunum heldur mótið en sjö önnur lönd tóku þátt í ár.
Meira