Skagafjörður

Pavel Ermolinski og meistaraflokkur karla tilnefndir

Vísir.is birti í morgun topp tíu listann yfir besta íþróttafólk ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna ásamt þeim þrem einsaklingum sem tilnefndir eru sem þjálfari ársins 2023 og þau þrjú lið sem tilnefnd eru sem lið ársins 2023.
Meira

Helgihald í Skagafjarðarprestakalli um jól og áramót

Allt er breytingum háð, helgihald í Skagafirði um þessi jól og áramót er með eilítið breyttu sniði þetta árið. Messum hefur fækkað talsvert enda gefur auga leið að ekki er hægt að halda óbreyttum hætti með færra fólk í brúnni. Jólin eru hátíð ljóss og friðar og kirkjan á sérstakan stað í hjörtum margra sérstaklega á jólunum. Jólasálmarnir eru hver öðrum fallegri og hátíðarsvörin sungin sem gefur stundinni einstakt og hátíðlegt yfirbragð. Kyrrðin í kirkjunni á jólunum er eitthvað alveg sérstök.
Meira

Lokað fyrir rennsli í Sundlaugina á Hofsósi

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum segir að vegna kulda og mikillar notkunar á heitu vatni þessa dagana hefur verið lokað fyrir rennsli í Sundlaugina á Hofsósi. Áfram verður heitt vatn í pottunum og þeir opnir, en laugin sjálf verður köld.
Meira

Jólaljós í Varmahlíð

Sumum finnst ekki vera jól nema jörð sé hvít og sindrandi jólaljósin lýsi upp umhverfið og slái hlýjum ævintýraljóma inn í svartamyrkur dimmasta skammdegisins. Það voru því ýmsir sem glöddust í gærkvöldi þegar það byrjaði að snjóa.
Meira

Snjópöntunin fyrir október loks að skila sér

Það hefur kyngt niður snjó hér Norðanlands síðasta sólarhringinn og rúmlega það. Það þýðir að skíðavinir kætast og draumurinn um dúnmjúkt hvíta gullið á skíðasvæðinu í Tindastóli fer að kitla. Það var því ekki annað að gera en heyra í þeim köppum á skíðasvæðiinu og spyrja hvort opnun væri í pípunum eða hvort snjórinn væri hreinlega orðinn of mikill.
Meira

Hátíðlegir og vel heppnaðir tónleikar á Hólum

Skagfirski kammerkórinn hélt sína árlegu jólatónleika í Hóladómkirkju í gærkvöldi en kórinn hafði nokkrum dögum áður sungið sig inn í hjörtu gesta í Blönduóskirkju. Í færslu á Facebook segir Gunnar Rögnvaldsson tónleikana hafa verið framúrskarandi hátíðlega og vel heppnaða.
Meira

Anna Karen, Daníel, Ísak Óli, Murr og Arnar tilnefnd hjá UMSS

Þann 27. desember nk. mun Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) og sveitarfélagið Skagafjörður halda sína árlegu hátíðarsamkomu þar sem tilkynnt verður hver hlýtur kosningu íþróttamanns ársins, lið ársins og þjálfara ársins. Á þessari hátíðarsamkomu eru allir þeir sem eru tilnefndir af sínum íþróttafélögum boðaðir og þeim veittar viðurkenningar en einnig fá fær ungt afreksfólk sem hefur verið tilnefnt til Hvatningarverðlauna UMSS sínar viðurkenningar.
Meira

Það má reikna með hvítum jólum

Aðdáendur hvítra jóla virðast ætla að fá sína ósk uppfyllta þessi jólin því Veðurstofan gerir ráð fyrir frosti, funa og dassi af éljum fram yfir jólahelgina. Eftir hreint ansi snjóléttan vetur þá hristi veturkonungur nokkur snjókorn fram úr erminni í gærkvöldi og er enn að. Reikna má með snjókomu híst og her á Norðurlandi vestra í dag en öll él styttir upp um síðir og það dregur úr þeim með kvöldinu.
Meira

Vel sótt fræðsla fyrir eldri borgara

Lögreglan á Norðurlandi vestra fór nú fyrr í desember fyrir fræðslu til handa eldri borgurum í umdæminu þar sem fjallað var um netsvik og annað ólöglegt athæfi á netinu. Fræðslan var unnin í samstarfi við félög eldri borgara í umdæminu og Arion banka.
Meira

Fjáröflun - Bílaþrif

Barna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar Tindastóls ætlar að bjóða upp á bílaþrif fimmtudaginn 28. desember. Bíllinn verður tjöru- og sápuþveginn, léttbónaður og svo verða motturnar skrúbbaðar. Þetta er gjöf en ekki gjald því verð fyrir smábíl er aðeins 10.000 kr. Verð fyrir fólksbíl og jeppling er 12.500 kr. og stærri jeppar á 15.000 kr. Pantanir eru í síma 821-0091 eða þá að ýta hér. Einnig verður hægt að kaupa gjafabréf í bílaþrifin þann 28.des. sem fólk getur gefið þeim sem eiga allt og vantar ekkert... geggjuð hugmynd:) Nú er bara um að gera að panta sér þrif... allavega ætla ég að gera það:)
Meira