Skagafjörður

4 dagar til jóla

Stressið er að fara svo mikið með mig að ég gleymdi að telja niður í gær... en í dag eru bara 4 dagar til jóla og í dag er alþjóðlegi spiladagurinn. Það er því tilvalið að halda upp á daginn með því að spila á spil, matador, scrabble eða bara yatzy. Allavega þá mæli ég með að hafa gæðafjölskyldustund í kvöld:) 
Meira

Kammerkór Skagafjarðar með tónleika í Hóladómkirkju í kvöld

Kammerkórinn hefur um þessar mundir verið að æfa fyrir árlegu jólatónleikana sína. Þeir fyrri voru haldnir 13.desember síðastliðinn í Blönduóskirkju. Nú er svo komið að því að halda tónleika í Skagafirði í kvöld 20.desember í Hóladómkirkju kl: 20:00. Ásamt kórnum verða góðir gestir, Helga Rós Indriðadóttir söngkona og fráfarandi stjórnandi kórsins, Petrea Óskarsdóttir flautuleikar og Rögnvaldur Valbergsson organisti. Á dagskránni verða bæði íslensk lög og erlend, gömul og ný verk. Tónleikarnir eru ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir.
Meira

Sterk og snörp : Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Það er fastur liður í aðventudagskrá Alþingis að fjalla um og samþykkja fjárlög fyrir komandi ár. Það getur verið vandasamt á krefjandi tímum, óvissa bæði hér á landi sem og í alþjóðlegu samhengi. Að mörgu þarf að huga, bregðast við ríkjandi þörfum en ekki síður að gera ráð fyrir hinu óvænt. Það ríkir nokkur spenna í hagkerfinu og hefur það verið í nokkurri sveiflu sem birtist í vaxandi verðbólgu.
Meira

Gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu í fjárhagsáætlun Skagafjarðar

Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2024, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2025-2027 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 13. desember síðastliðinn. Rekstrarafgangur A hluta sveitarfélagsins fyrir árið 2024 er áætlaður 245 milljónir.
Meira

Prentun á Feyki og Sjónhorni færist suður yfir heiðar

Nú eftir áramót verða breytingar á prentun Feykis og Sjónhornsins. Nýprent mun eftir sem áður gefa blöðin út en prentun færist úr heimabyggð. Eftir því sem Feykir best veit er því ekki lengur eiginleg prentsmiðja á Norðurlandi.
Meira

Vinningshafar Jólamyndagátu Feykis

Árlega og vinsæla Myndagátan í jólablaði Feykis fór sem betur fer ekki úr blaðinu með Páli Friðrikssyni fráfarandi ritstjóra blaðsins. Hann er maðurinn á bak við gáturnar sem margir bíða árlega eftir að spreyta sig á og það er óhætt að segja að hvorki nýi blaðamaðurinn eða sá sem tók við ritstjórastólnum séu fær um að búa til myndagátu handa ykkur. Það var gaman að fara í gegnum lausnirnar og setja nöfnin í pott en alls bárust á fjórða tug réttra lausna.
Meira

Lokafrágangur hússins á Freyjugötureitnum hafinn

Enn stendur fjölbýlishúsið sem byggt var við Freyjugötu á Sauðárkróki autt og hafa ýmsir velt fyrir sér hvar þau mál standa. Í ágúst í fyrra, eða fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan, birti Feykir frétt þess efnis að verklok væru áætluð mánaðamótin þar á eftir og mátti skilja að stutt væri í að átta íbúðir hússins færu í leigu. Ekki gekk það eftir en samkvæmt heimildum Feykis er nú unnið að lokafrágangi íbúðanna og í kjölfarið verða þær auglýstar til leigu.
Meira

Inga Heiða í úrslitum jólaleiks Póstsins

Það poppa ýmsir upp með hressa og skemmtilega leiki þegar líður að jólum og þar er Pósturinn engin undantekning. Þar á bæ hafa menn síðustu daga staðið fyrir leitinni að svakalegustu jólapeysunni og þátttakan var það góð að Póstmenn treystu sér ekki til að velja sigurvegara. Því fer nú fram kosning milli sjö þátttakenda um svakalegustu jólapeysuna. Að sjálfsögðu er Skagfirðingur í hópnum, Inga Heiða Halldórsdóttir frá Miklabæ í Óslandshlíðinni.
Meira

Birgitta og Elísa æfa með U16

Skagastrandarstöllurnar Birgitta Rún Finnbogadóttir og Elísa Bríel Björnsdóttir, sem brilleruðu á fótboltavellinum í sumar, hafa verið valdar til æfinga með U-16 landsliði Íslands.
Meira

Jólabréf Textílmiðstöðvarinnar

Textílmiðstöð Íslands hefur það fyrir árlega hefð að skrifa jólabréf þar sem sagt er frá verkefnum ársins og því sem framundan er. Hérna fyrir neðan má lesa annálinn frá þeim. 
Meira