Skagafjörður

12 dagar til jóla

Jesúss minn hvað tíminn er fljótur að líða.... 12 dagar til jóla og stekkjastaur mætti í morgun með skógjafir. Vona bara að allir hafi munað eftir því að setja eitthvað í skóinn. Mér hefur tekist að gleyma þessu og mér hefur einnig tekist að vera degi á undan hehehe alveg merkilegt hvað þetta getur verið erfitt. En munum samt að staldra við og njóta:)
Meira

Fræðslufundir fyrir eldri borgara um svik á netinu

Lögreglan á Norðurlandi vestra stendur fyrir fræðslu víðsvegar í umdæminu þessa vikuna sem ætluð er fyrir eldri borgara og fjalla um svik á netinu. Sýnd verða dæmi af svikum og bent á leiðir til lausna. Það er Blönduósingurinn Ásdís Ýr Arnardóttir, sérfræðingur hjá embættinu, sem stýrir fræðslunni en fyrsti fræðslufundurinn verður í grunnskólanum á Hofsósi í dag og hefst kl. 13:00.
Meira

Stólarnir lögðu Blika í VÍS bikarnum

Tindastólsmenn mættu liði Breiðabliks í Smáranum í dag í VÍS bikarnum. Heimamenn voru aðeins einu sinni yfir í leiknum og það var um miðjan fyrsta leikhluta en síðan leiddu gestirnir allt til loka leiksins. Blikarnir gerðu þó góða atlögu að forystu Stólanna undir lok leiks, minnkuðu muninn í þrjú stig þegar mínúta lifði leiks en Stólarnir áttu lokaorðin og unnu leikinn 81-89 og eru því í pottinum góða í VÍS bikarnum.
Meira

Förum sparlega með heita vatnið

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum er biðlað til viðskiptavina að fara sparlega með heita vatnið nú þegar frostið er í tveggja stafa tölu dag eftir dag svo ekki þurfi að koma til lokana.
Meira

Jólamót Molduxa 2023 haldið í þrítugasta sinn

Jólamót Molduxa í körfubolta verður haldið annan í jólum, þriðjudaginn 26. desember í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Í körfuboltasamfélaginu í Skagafirði er þetta svo gott sem órjúfanlegur hluti jólahaldsins hjá mýmörgum og tilvalin leið til að fitusprengja og gerilsneiða sig í miðjum hátíðaahöldunum. Mótið er nú haldið í þrítugasta skipti sem segir nú meira en mörg orð um þetta frábæra framtak Molduxanna. Allur ágóði af mótinu rennur til körfuknattleiksdeildar Tindastóls.
Meira

Stólastúlkur stóðu í Njarðvíkingum

Tindastólsstúlkur spiluðu við lið Njarðvíkur í Ljónagryfjunni í VÍS bikarnum í gærdag. Þær grænu hafa verið eitt besta körfuboltalið landsins síðustu tímabil og urðu óvænt Íslandsmeistarar vorið 2022. Það var því við ramman reip að draga en Stólastúlkur stóðu í lappirnar og sýndu ágæta takta. Það dugði þó ekki til því heimastúlkur reyndust sterkari á svellinu og unnu að lokum öruggan sigur. Lokatölur 89-67 og lið Tindastóls úr leik í bikarnum,
Meira

Minningarsjóður Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási í Hegranesi fær góða gjöf

Á dögunum komu í heimsókn á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki, börn Ástu Karlsdóttur og Ólafs Sveins-sonar fyrrum yfirlæknis til fjölda ára. Tilefnið var að afhenda gjöf í Minningarsjóð Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási í Hegranesi og bjóða upp á tertu.
Meira

16 dagar til jóla

Upp er runninn föstudagur, ákaflega skýr og fagur eins og hefur einkennt síðustu daga svo mjög, skýrir og fallegir -16 dagar til jóla. Eins og spáin er, lítur út fyrir að þetta haldist óbreytt næstu daga. Gangið hægt um gleðinnar dyr um helgina, góða skemmtun á þeim viðburðum sem einhver ykkar sækið og klæðið ykkur í ull hún heldur á ykkur hita í frostinu.
Meira

Emelíana Lillý sigraði

Þann 6. desember var söngkeppni FNV haldin líkt og undanfarin ár, til þess að skera úr um hver fer fyrir hönd skólans í stóru Söngkeppni framhaldsskólanna 2024.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Tanja M. Ísfjörð var kjörin maður ársins fyrir árið 2022 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2023.
Meira