Mjög alvarlegt umferðarslys sunnan Blönduóss
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
08.09.2023
kl. 08.40
Mbl.is greinir frá því að þyrla landhelgisgæslunnar og allir tiltækir viðbragðsaðilar hafi verið kallaðir út upp úr klukkan fimm í morgun þegar tilkynnt var um mjög alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum rétt sunnan við Blönduós en rúta með á þriðja tug farþega hafði farið út af veginum. Í frétt frá því skömmu fyrir sjö í morgun er sagt að þyrlan hafi flutt þrjá slasaða farþega suður.
Meira