Skagafjörður

Staldrað við í Staðarbjargavík

Nú í vikunni var fundað um hugmyndir að hönnun á aðgengi að Staðarbjargavík sem er staðsett í fjörunni við Hofsós. Í Staðarbjargavík er gríðarfallegt stuðlaberg sem er einstaklega skemmtilegt að skoða. Sagt hefur verið að þar væri höfuðstaður álfabyggðar í Skagafirði. Gott aðgengi er að Staðarbjargavík frá bílastæðinu við sundlaugina á Hofsósi.
Meira

Vormenn Íslands

Því hefur stundum verið haldið fram að vorið sé tími Pavels Ermolinski. Gærkvöldið var í það minnsta ekki að afsanna þá kenningu því ekki var nóg með að kappinn hlyti talsvert slæma útreið í Kappsmálum Sjónvarpsins, þá urðu meistarar Tindastóls, sem Pavel stýrir jú, að sætta sig við tap gegn liði Hattar frá Egilsstöðum í undanúrslitum Álborg SK88 mótsins sem fram fer í Borgarnesi.
Meira

Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar

Umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2023 voru afhentar í gær 14. september í Húsi Frítímans. Það er Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar sem hefur umsjón með útnefningu þessara viðurkenninga fyrir sveitarfélagið. Þetta er 19. árið sem Soroptimistaklúbburinn hefur haft umsjón með verkefninu og voru veitt sjö verðlaun í sex flokkum þetta árið. 
Meira

Stuðningur verður mikilvægur í dag – allir á völlinn!

Í dag verða spilaðir tveir ansi hreint mikilvægir knattspyrnuleikir á Norðurlandi vestra. Á Sauðárkróki mætast lið Tindastóls og ÍBV í leik þar sem sæti í Bestu deild kvenna er undir en liðið sem tapar mun að öllum líkindum falla nema lið Selfoss komi á óvart í Keflavík. Á Blönduósi ætla síðan leikmenn Kormáks Hvatar að komast í sögubækurnar og tryggja sér sæti í 2. deild í fyrsta skipti. Þá vantar eitt stig í leik gegn liði Augnabliks en munu eflaust leika til sigurs. Því miður hefjast báðir leikirnir kl. 14:00 þannig að fólk nær ekki að styðja bæði liðin en það verður frítt á völlinn bæði á Króknum og á Blönduósi.
Meira

Sunnanstúlkur lögðu Stólastúlkur í æfingaleik

Kvennalið Tindastóls í körfunni lék fyrsta æfingaleik sinn fyrir komandi keppnistímabil í gærkvöldi. Liðið kemur mikið breytt til leiks í vetur, tíu stúlkur voru á skýrslu og þar af fjórar að spila sinn fyrsta leik með liði Tindastóls; Anika, Rannvegi, Inga Sigríður og Brynja Líf. Andstæðingurinn var sprækt lið Hamars/Þórs og höfðu gestirnir betur, sigruðu 50-57.
Meira

Jólin heima verða í Miðgarði 9. desember

„Já, jólatónleikarnir Jólin heima verða haldnir í Miðgarði laugardaginn 9. des. Þetta verður í fjórða skiptið sem þessi hópur blæs til jólatónleika en nú verður sú breyting að tvennir tónleikar fara fram sama dag, fjölskyldutónleikar um miðjan dag og síðan aðrir um kvöldið,“ segir jólatónleikahaldarinn Jóhann Daði Gíslason þegar Feykir spyr hvort það eigi að skella í Jólin heima enn og aftur.
Meira

Hannes Ingi aftur á parketið með Stólunum

Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir frá þeim ánægjulegu tíðindum að stuðningsmannauppáhaldið Hannes Ingi Másson hafi ákveðið að draga fram skóna á ný eftir að hafa geymt þá á hillunni góðu í eitt tímabil. „Hannes sá það á þessu eina ári að hann er allt of ungur til þess að leggja skóna á hilluna,“ segir í tilkynningunni.
Meira

Skólasókn í öðru skólahverfi innan Skagafjarðar og skólaakstur

Á heimasíðu Skagafjarðar er ítarlega fjallað um skólasókn í öðru skólahverfi og skólaakstur. Skólaakstur í sveitarfélaginu Skagafirði var boðinn út í sumar og var tekið mið af skólahverfum eins og reglur Sveitarfélagsins segja til um. Breyting frá fyrra útboði hafði þær afleiðingar að leiðir sem áður voru eknar duttu út og aðrar komu inn í staðinn. 
Meira

Í fjárlögum er gert ráð fyrir auknu fjármagni til riðuvarna

Húnahornið greinir frá því að í nýbirtum fjárlögum 2024 sé gert ráð fyrir auknu fjármagni, upp á 110 milljónir króna, til innleiðingar verndandi arfgerða gegn riðuveiki. Gert er ráð fyrir að aukningin mæti kostnaði við arfgerðagreiningu til að innleiða megi sem hraðast verndandi arfgerðir í íslenska sauðfjárstofninn. Þetta er í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 28. apríl síðastliðnum, að því er segir á vef Stjórnarráðsins.
Meira

Bölvun íslensku perlunnar : Kristófer Már Maronsson skrifar

20 ár eru frá frumsýningu fyrstu Pirates of the Caribbean kvikmyndarinnar sem fjallaði um bölvun svörtu perlunnar. Í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í vikunni var farið um víðan völl og oft stóð sannleikurinn ekki í vegi fyrir fallegum loforðum eða sögum. Ein af þeim sem gerðu atlögu að gullinu var Píratinn Þórhildur Sunna sem reyndi að teikna upp þjóðfélagið sem leikrit og mætti halda að hún væri að kynna handrit að sjöttu myndinni um Pírata Karabíska hafsins - bölvun íslensku perlunnar.
Meira