Safnað fyrir íþróttamyndavél
	feykir.is
		
				Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla	
		
					01.03.2024			
	
		kl. 16.02	
			
	
	
		Á huni.is segir að nokkrir stuðningsmenn knattspyrnuliðsins Kormáks/Hvatar hafa mikinn áhuga á því að liðið eignist svokallaða „Sports camera“ og hafa því efnt til söfnunar. Myndavélar þessar eru þeim eiginleikum gæddar að elta boltann sjálfkrafa og ná öllum vellinum í einu. Þeim er komið fyrir á þrífæti sem getur náð upp í sjö metra hæð og hægt er að stilla á upptöku í gegnum síma, og svo sér tæknin um rest. Að leik loknum er honum hlaðið niður og með aðstoð forrits er hægt að draga út og skoða hin ýmsu atriði og nýtist vélin þannig í faglegt starf þjálfara.
Meira
		 
						 
								 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
