Skagafjörður

Stúlkur í Pilsaþyt spiluðu opnunarleik götukörfuboltamótsins á 17. júní

Á heimasíðu Skagafjarðar má finna fjölda mynda frá þjóðhátíðardeginum á Króknum. Veður var hið besta í Skagafirði þann 17. júní en Skagfirðingar fengu dass af hitabylgjunni sem þeir fyrir austan hafa gortað sig af síðustu vikurnar. Það voru því eðlilega margir sem brugðu undir sig betri fætinum og röltu á hátíðarsvæðið sunnan íþróttahússins.
Meira

Sumargestir á bökkum Sauðár - Aðsent Hörður Ingimars

Þeir leynast víða „leynistaðirnir“ við Sauðána þó öllum séu aðgengilegir. Svo litfagrir að staldra verður við og njóta Guðsgjafanna. Á heitasta degi sumarsins 16. júní í 24 gráðum teyga sóleyjarnar sólarljósið og lúpínan sperrir sig sem mest hún má umlukin iðjagrænu grasinu og sumargestirnir njóta stundarinnar.
Meira

Aldrei áður hafa jafnmargir brautskráðst í einu frá HÍ

Alls munu 2.832 kandídatar brautskrást úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands á morgun, laugardaginn 24. júní, og hefur skólinn aldrei áður brautskráð jafnmarga í einu. Brautskráningarathafnir verða tvær og fara fram í Laugardalshöll og bein útsending verður frá báðum athöfnum fyrir áhugasama.
Meira

Slökkvilið Skagastrandar og Brunavarnir Skagafjarðar gera með sér samning um gagnkvæma aðstoð

Samningur þessu er áþekkur þeim sem eru í gildi um allt land og kveður á um gagnkvæma aðstoð slökkviliða þar sem þjónustusvæði liðanna liggja saman.
Meira

Guðmundur góði biskup meðal eftirrétta á Kaffi Hólum

Veitingalífið glæðist með sumarkomunni. Mörgum þykir gaman að fara heim að Hólum í Hjaltadal og nú er enn ríkari ástæða til að heimsækja þann fallega stað því Kaffi Hólar, í kjallara gamla skólahússins, er með opið frá átta á morgnana til níu að kvöldi alla daga.
Meira

Maddömukot flutt af sínum gamla stað - Framtíð hússins enn óráðin

Fyrir helgi var Maddömukot á Sauðárkróki tekið af sínum gamla stað, Aðalgötu 16c, og komið fyrir á Tengilsreitnum utar í bænum þar sem það bíður endanlegrar staðsetningar. Að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar, sveitarstjóra Skagafjarðar, er framtíð hússins enn óráðin en unnið er við deiliskipulag norðurhluta Sauðárkróks þar sem horft er til mögulegrar framtíðarnotkunar lóðarinnar Aðalgötu 24, þangað sem húsið var flutt.
Meira

Kynningarfundur um hlutdeildarlán fyrir fyrstu kaupendur

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun boðar til kynningarfundar í dag, föstudag, kl. 10, þar sem kynnt verða hlutdeildarlán sem HMS veitir fyrir fyrstu kaupendur. Hægt verður að fylgjast með fundinum á beinu streymi.
Meira

ÓB-mót Tindastóls - Rúmlega 500 stelpur munu leika knattspyrnu á Sauðárkróki um helgina

Hið árlega stúlknamót Tindastóls, ÓB-mótið, fer fram um helgina. Mótið er ætlað stúlkum úr 6. flokki og er leikinn fimm manna bolti á laugardegi og sunnudegi.
Meira

Mosfellingar malbikuðu yfir mátaða Stóla

Fjórðu deildar lið Tindastóls mætti þriðju deildar liði Hvíta riddarans í Fótbolta.net bikarnum í gærkvöldi en leikið var í Malbiksstöðinni að Varmá (!?). Það vantaði engin smápeð í lið Tindastóls en Dom, Domi og Konni voru fjarri góðu gamni. Eftir nokkuð trausta Sikileyjarvörn fyrstu 45 mínúturnar var markalaust að loknum fyrri hálfleik en endatafl Tindastólspilta reyndist glatað, riddarar Mosfellinga gengu á lagið og mátuðu gestina nokkuð létt. Lokatölur 4-0.
Meira

Framkvæmdir við Hofsóshöfn hafa aukið kyrrð og öryggi hafnarinnar

Nú á vordögum lauk framkvæmdum við höfnina á Hofsósi. Framkvæmdin hefur aukið kyrrð og öryggi hafnarinnar til muna sem smábátahafnar, að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar, sveitarstjóra Skagafjarðar. Það voru Víðimelsbræður sem unnu verkið að undangengnu útboði sem Vegagerðin stóð fyrir. Verklok voru í apríl 2023.
Meira