Betur fór en á horfðist
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
02.11.2023
kl. 09.20
Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að rétt upp úr kl. átta í gærmorgun, 1. nóvember 2023, barst slökkviliði Brunavarna Húnaþings vesta tilkynning um eld í iðnaðarhúsnæði á Hvammstanga. Fyrstu upplýsingar voru óljósar og óstaðfest hvort einhver væri í húsinu. Allt tiltækt lið var kallað út en alls tóku 15 manns frá slökkviliðinu þátt í verkefninu. Þegar á staðinn var komið lagði svartan reykjarmökk frá einu bili í húsinu. Kom strax í ljós að bilið var mannlaust en gaskútar og mikill eldsmatur voru í rýminu. Notaðar voru hitamyndavélar til þess að staðsetja eldinn og gekk greiðlega að slökkva. Farið var í að reykræsta rýmið og einnig annað rými við hliðina. Ljóst er að um töluvert tjón er að ræða vegna reyks og sóts.
Meira