Skagafjörður

Erfiður lokakafli á Þórsvellinum í gærkvöldi

Það var nágrannaslagur á Þórsvellinum í gærkvöldi þegar Stólastúlkur heimsóttu lið Þórs/KA í Bestu deild kvenna. Lið Akureyringa hefur löngum verið liði Tindastóls erfitt og lítið gengið að krækja í stig gegn þeim. Á því varð engin breyting í gærkvöldi en eftir markaþurrð fyrsta klukkutímann þá opnuðust flóðgáttir í vörn gestanna eftir að heimastúlkur náðu forystunni. Lokatölur 5-0.
Meira

Ísland, best í heimi :: Leiðari Feykis

Nú er þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga nýliðinn en stofnun lýðveldis 17. júní árið 1944 markaði endalok sambands Danmerkur og Íslands sem staðið hafði í aldir. Þetta sjálfstæði, sem við nú varðveitum, fékkst ekki bara af því bara, og okkur ber að gæta þess í hvívetna, menningu okkar og tungu. Þó að það virðist langt síðan sá atburður átti sér stað eru enn um fimmtán þúsund manns sem byggja landið, sem annað hvort fæddust á því ári eða fyrr. Um síðustu áramót voru 1.857 sem fæddust 1944 og eru því 79 ára á þessu ári.
Meira

Deiliskipulag fyrir Sveinstún á Sauðárkróki kynnt

Að undanförnu hefur sveitarfélagið Skagafjörður kynnt tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð við Sveinstún á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir 38 lóðum í Sveinstúni fyrir allt að 84 íbúðum í einbýlis-, par-, rað- og fjölbýlishúsum. Nú er hægt að skoða kynningarmyndband á heimasíðu Skagafjarðar þar sem Björn Magnús Árnason, landfræðingur hjá Stoð verkfræðistofu, fer yfir það helsta í tillögunni og er sjón sögu ríkari.
Meira

Rúnar Birgir fyrstur Íslendinga til að verða tæknifulltrúi FIBA

Varmhlíðingurinn Rúnar Birgir Gíslason lauk nú á dögunum námskeiði til að verða tæknifulltrúi FIBA (e. FIBA Technical Delegate), en FIBA stendur fyrir Alþjóða körfuknattleikssambandið.
Meira

Tæpum 1,1 milljarði kr. úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafi úthlutað tæpum 1,1 milljarði króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra en hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land. Norðurland vestra frítt við framlag úr sjóðnum.
Meira

Framkvæmdir við skólamannvirki tefjast í Skagafirði

Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, kynnti stöðu á framkvæmdum við leik- og grunnskóla í Varmahlíð á fundi fræðslunefndar Skagafjarðar fyrir helgi. Auk þess hann fór yfir stöðu framkvæmda við aðrar skólabyggingar í sveitarfélaginu en í ferli eru viðhaldsframkvæmdir bæði við Árskóla og Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi.
Meira

Blönduð sveit GSS tekur þátt í Íslandsmóti 21 ára og yngri

Liðið er skipað þeim Hildi Hebu Einarsdóttur, Önnu Karen Hjartardóttur, Tómasi Bjarka Guðmundssyni, Brynjari Má Guðmundssyni og Unu Karen Guðmundsdóttur. Þjálfari þeirra er Atli Freyr Rafnsson.
Meira

Aðalfundur Tindastóls í kvöld

Aðalfundur Ungmennafélagsins Tindastóls fer fram í kvöld, miðvikudaginn 21. júní kl. 20:00 í Húsi frítímans.
Meira

Tónleikar í gamla bænum á Aðalgötunni

Næstkomandi laugardagskvöld verður Aðalgatan á Sauðárkróki færð í betri stílinn þegar lokað verður fyrir bílaumferð og heljarinnar sviði slegið upp. Á sviðinu munu fara fram tónleikar sem hefjast klukkan 19:30, ásamt því að fyrirtæki í götunni munu hafa dyrnar sínar opnar fram á kvöld þar sem fólk getur rölt á milli verslana
Meira

Stórefld þjónusta í síma 1700 og með netspjalli

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ýtti í dag úr vör kynningarátaki á stóraukinni þjónustu og ráðgjöf um heilsutengd málefni í símanúmerinu 1700 og á netspjalli Heilsuveru. Markmiðið með eflingu þjónustunnar er að auka þjónustu við almenning með heilbrigðistengdri ráðgjöf og vegvísun í viðeigandi þjónustu.
Meira