Skagafjörður

Skorað á BSRB að láta af ólögmætum áróðursauglýsingum

Undanfarnar vikur hefur BSRB og bæjarstarfsmannafélög innan bandalagsins staðið fyrir ólögmætri áróðursauglýsingaherferð sem birt er víða um land vegna verkfalla bæjarstarfsmannafélaga. Auglýsingarnar eru birtar undir nafni sveitarfélaga án heimildar frá stjórnum þeirra. Í þeim er farið með rangt mál og sveitarfélögum gerður upp ásetningur og athafnir sem með engu móti samrýmast stefnu þeirra í mannauðs- og launamálum. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur margoft rætt við stjórn BSRB og bæjarstarfsmannafélögin um að láta nú þegar af allri ólögmætri birtingu og dreifingu auglýsinga í nafni sveitarfélaga. Einnig að allar opinberar birtingar í hvaða formi sem er verði þegar fjarlægðar og þeim hætt. Við því hefur ekki verið brugðist. Samband íslenskra sveitarfélaga skorar á BSRB að taka auglýsingarnar úr birtingu fyrir kl. 16:00 í dag.
Meira

50 ára afmælishátíð Miklabæjarkirkju

Í sumar eru liðin 50 ár frá vígslu Miklabæjarkirkju. Af því tilefni er efnt til hátíðar í kirkjunni sunnudaginn 11. júní kl. 14:00.
Meira

KS bauð starfsfólki á skyndihjálparnámskeið :: Nóg að gera í kennslu í skyndihjálp og björgun

Kaupfélag Skagfirðinga ákvað í upphafi árs að bjóða starfsfólki sínu upp á fjögurra stunda upprifjunarnámskeið í skyndihjálp og endurlífgun. Í maí höfðu alls 130 starfsmenn fyrirtækisins sótt námskeiðin, níu þeirra voru haldin á íslensku og eitt á pólsku. Að sögn Helgu Jónínu Guðmundsdóttur, deildarstjóra í starfsmannahaldi, er fyrirhugað að halda annað námskeið á pólsku í september.
Meira

Þemasýningin Óskasteinninn í Tindastóli í Listakoti Dóru

Þemasýningin Óskasteinninn í Tindastóli opnar 8 júlí klukkan 13.00. Auk listaverka 14 listamanna verða listamenn að selja list og nytjamuni úr grjóti á söluborðum í sýningarsalnum 8. og 9. júlí.
Meira

Fjölgaði um 32 á Norðurlandi vestra

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.041 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. júní 2023 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 294 íbúa. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 136 íbúa, í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 945 íbúa og í Sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 241 íbúa. Á Norðurlandi vestra fjölgaði um 32 á þessu tímabili.
Meira

Boða til mótmæla við Ráðhúsið

Leikskóla- og aðrir starfsmenn sveitarfélagsins, sem nú eru í verkfalli, hafa skipulagt mótmæli fyrir utan Ráðhús Skagafjarðar, nk. mánudag kl. 09:00.
Meira

Aðalfundur Leikfélags Sauðárkróks í kvöld

Aðalfundur Leikfélags Sauðárkróks verður haldinn í Leikborg Borgarflöt 19 d í kvöld, fimmtudaginn 8. júní kl. 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Að sögn formanns, Sigurlaugar Dóru Ingimundardóttur, varða auk fyrrgreindrar dagskrár, verkefni félagsins sem framundan eru rædd en þau eru m.a. þátttaka í hátíðarhöldum á 17. júní og haustverkefni en ákveðið hefur verið að setja upp barnaleikritið um Benedikt búálf.
Meira

Opið hús í Apótekarastofunni á Blönduósi í dag

Hótel Blönduós verður með opið hús í Apótekarastofunni, nýjustu viðbót í rekstri hótelsins, í dag milli klukkan 17 og 20 þar sem boðið verður upp á kaffi og kleinur. „Apótekarastofan er gamla apótekið í Gamla bænum á Blönduósi og er á Aðalgötu 8. Við verðum þar með sælkerabúð og kaffihús,“ segir á Facebook-síðu hótelsins.
Meira

Nemendur Árskóla styrkja Utanfararsjóð sjúkra í Skagafirði

Á afmælishátíð Árskóla sem fram fór 16. Maí sl. söfnuðust 413.013 kr. með vöfflu- og pylsu, loppumarkaði og bóksölu.
Meira

Forysta BSRB axli ábyrgð á ákvörðunum sínum

Samband íslenskra sveitarfélaga vísar alfarið á bug fullyrðingum BSRB um meint misrétti í launum milli starfsfólks sem vinnur sömu störf. Í tilkynningu til fjölmiðla segir að sveitarfélögin séu leiðandi á íslenskum vinnumarkaði í baráttunni við kynbundin launamun og vinna markvisst að því að gæta jafnræðis í launum starfsfólks sveitarfélaga í sömu og/eða jafnverðmætum störfum.
Meira