Skagafjörður

Verðandi endurnýtingarmiðstöð á Hofsósi blæs til Hringrásarhátíðar 22. - 24. júní 2023

Miðstöðin var stofnuð árið 2020 og er markmiðið að vekja athygli á ofneyslu í þjóðfélaginu og möguleikum endurnýtingar til að minnka urðun og meðvitund um umhverfið. Í húsnæði Verðanda, Þangstöðum á Hofsósi er hægt að koma og gera við föt, gera upp húsgögn og nýta aðstöðu og verkfæri til handverks og hönnunar.
Meira

María Björk til liðs við Byggðastofnun

Á vef Byggðastofnunar kemur fram að stofnunin og María Björk Ingvadóttir hafi gert með sér tímabundið samkomulag um aukna upplýsingamiðlun af verkefnum Byggðastofnunar.
Meira

Geks áfram sinn veg hjá Tindastól

Lettneski leikmaðurinn Davis Geks hefur samið við Körfuknattleiksdeild Tindastóls um að leika áfram með liðinu á næsta tímabili.
Meira

Kynningarfundur um stórfellda uppbyggingu íbúða fyrir tekju- og eignaminni

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, hefur boðað til fundar á morgun, þriðjudaginn 20. júní, kl. 12, þar sem kynnt verða uppbyggingaráform íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Á fundinum verður tilkynnt um úthlutun stofnframlaga frá ríki og sveitarfélögum.
Meira

Bæjarhátíðin Hofsós heim haldin um næstu helgi

Bæjarhátíðin Hofsós heim verður haldin í sjötta næstkomandi helgi, 23. – 25. júní nk. Hátíðin var fyrst haldin árið 2018 og kom í stað Jónsmessuhátíðarinnar sem þá hafði verið haldin á Hofsósi í fjöldamörg ár.
Meira

Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino á tónleikum í Apótekarastofunni

Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino koma fram á tónleikum í Apótekarastofunni, Aðalgötu 8, í Gamla bænum á Blönduósi miðvikudaginn 21. júní kl. 21:00. Í tilefni af útkoma þriðju sólóplötu Ife Tolentino leggur hann ásamt Óskari Guðjónssyni land undir fót í lok júní.
Meira

Siggi Þorsteins kveður Stólana með enn eina meistaramedalíuna í farteskinu

Í tilkynningu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls í síðustu viku var sagt frá því að Sigurður Gunnar Þorsteinsson og kkd. Tindastóls hafi lokið samstarfi sínu. „Tindastóll á Sigurði margt að þakka, reynsla hans og hæfni voru afar mikilvæg í baráttunni um langþráða titilinn síðastliðin tvö ár. Við erum honum ævinlega þakklát og óskum honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni.
Meira

Alls voru 45 nemendur brautskráðir frá Háskólanum á Hólum

Þann 9. júní síðastliðinn var brautskráningarathöfn Háskólans á Hólum haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. Í frétt á vef háskólansr segir að brautskráðir hafi verið einstaklingar frá fimm þjóðlöndum en auk íslenskra nemenda voru nemendur frá Danmörku, Þýskalandi, Portúgal og Ungverjalandi brautskráðir að þessu sinni. Alls brautskráðust 45 nemendur frá Hólum.
Meira

Kagaðarhóll á Ásum - Torskilin bæjarnöfn

Elzta heimildarskjal um nafnið er ráðsmannsreikningur Hólastóls 1388 og tvívegis í brjefiuu er nafnið á eina leið: Kagadarholl (DI. III. 412 og 546). Í Holtastaðabrjefi (DI. III. 622, sjá, og DI, X. l7) 1397, er stafsett þannig: Kagara- en óhætt má staðhæfa það, að þetta sé misritun fyrir Kagaðar- því þessi breyting finst hvergi annarsstaðar, en, Kagaðar- allvíða (DI. V. 349, IX. 489 og 766) og alt til ársins 1536. Leikur því naumast vafi á því, að Kagaðar- sje óbrenglað nafn, enda þannig ritað í flestum Jarðabókum.
Meira

Er ég miðaldra? Áskorandinn Kristín Jóna Sigurðardóttir Blönduósi

Að mínu mati er ég lífsglöð, kát, ung manneskja. En á vafri mínu um netið nýlega rakst ég á grein í glamúrriti sem bar yfirskriftina „Tuttugu atriði sem benda til að þú ert orðin miðaldra“.
Meira