Skagafjörður

„Það skortir ekki metnaðinn hjá krökkunum okkar“

Stór hópur skagfirsks íþróttafólks lætur nú hendur standa fram úr ermum á Gautaborgarleikunum í frjálsum, eða Heimsleikum ungmenna, sem fram fara þessa dagana í Gautaborg í Svíþjóð. Feykir setti sig í samband við Ástu Margréti Einarsdóttur, yfirþjálfara yngri flokka frjálsíþróttadeildar Tindastóls, en hún hefur í mörg horn að líta á meðan á mótinu stendur, enda með 23 keppendur á sínum snærum.
Meira

Skrapatunga á Laxárdal :: Torskilin bæjarnöfn

Ekki verður annað sjeð, en að Skrapa-tungunafnið komi fyrst upp eftir aldamótin 1400. Fram að þeim tíma hefir bærinn heitið Tunga. Annars skal geta þess að nálega allir Tungubæir hafa heitið aðeins Tunga í öndverðu, en forliður Tungunafnanna komið upp einhverntíma seinna.
Meira

Kristinn Gísli poppar upp með PopUp á Sauðá

Feykir sagði frá eigendaskiptum á veitingastaðnum Sauðá á Sauðárkróki í sumarbyrjun og þar kom fram í samtali við tvo af eigendum staðarins, feðginin Jón Daníel Jónsson og Söndru Björk Jónsdótur, að reikna mætti með PopUp heimsóknum á Sauðá í sumar. Senn kemur fyrsti gestakokkurinn í heimsókn og reyndar þurfti ekki að leita langt yfir skammt því það er landsliðskokkurinn sjálfur, Kristinn Gísli Jónsson, sonur Jóns og bróðir Söndru, sem mætir til leiks frá Noregi. Þar hefur hann upp á síðkastið starfað á Michelin veitingastaðnum Speilsalen í Þrándheimi.
Meira

Atli gefur út plötuna Epilogue Of Something Beautiful

Tónlistarmaðurinn Atli Dagur Stefánsson gaf út sína fyrstu plötu núna í byrjun júní sem ber nafnið Epilogue Of Something Beautiful. Atli Dagur er Króksari í húð og hár, sonur Hrafnhildar Guðjónsdóttur og Stefáns Vagns Stefánssonar. Hann býr nú úti í Englandi þar sem hann stundar bakkalárnám í lagasmíðum við ICMP (Institute of Contemporary Music Performance) skólann í London.
Meira

Kennslubókardæmi um svekkelsi í Kópavogi

Það má svekkja sig á ýmsu. Til dæmis að fara út að borða á fínum stað en finnast maturinn ekkert spes. Sumir svekkja sig með því að stíga á vigtina. Svo er svona svekkelsi eins og leikmenn Tindastóls upplifðu í dag þegar þeir lutu í gras í Fagralundi í Kópavogi. KFK sigraði Tindastól 1-0.
Meira

Fulltrúar Ungmennaráðs Skagafjarðar sátu fund félagsmála- og tómstundanefndar

Fulltrúar Ungmennaráðs Skagafjarðar sátu 14. fund félagsmála- og tómstundanefndar þann 26. júní síðastliðinn en á fundinum voru reglur ráðsins til umfjöllunar. Í frétt á vef Skagafjarðar kemur fram að samkvæmt reglunum skulu ráðið og nefndin hittast tvisvar á ári á formlegum fundi auk þess sem boða skal tvo fulltrúa ráðsins á fund nefndarinnar þegar fjalla á um mál sem snertir ungmenni í sveitarfélaginu.
Meira

Helgi Ragnarsson lýkur störfum í samlaginu eftir 50 ára starfsferil - „Ætli ég geri ekki upp jeppann eina ferðina enn“

Mjólkurfræðingurinn Helgi Ragnarsson lauk sínum seinasta vinnudegi í mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirðinga fimmtudaginn 31. maí og þar með 50 ára starfsferli þar. Var Helga þakkað fyrir vel unnin störf í samlaginu með blómvendi og köku í kaffinu. Blaðamaður Feykis settist niður með Helga í lok seinasta vinnudagsins.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls semur við Orra og Veigar

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina efnilegu bræður Orra Má og Veigar Örn Svavarssyni um að leika með liðinu næstu tvö ár. Þetta eru sannarlega ánægjulegar fréttir enda nauðsynlegt að hlúa vel að ungum og upprennandi leikmönnum því þeir eru jú framtíðin.
Meira

Lagði mikið á sig til að kaupa gítarinn

Hljóðfærið mitt er snúið aftur í Feyki og að þessu sinni ætlar Eiríkur Hilmisson að segja okkur frá sínu uppáhalds hljóðfæri. Eiríkur, eða Eiki eins og við þekkjum hann flest, er sonur Hilmis Jóhannessonar og Huldu Jónsdóttur. Eiki bjó á Króknum lengi vel en býr í dag í Reykjavík.
Meira

Líflegar umræður á fundi með Icelandair

Icelandair og Markaðsstofa Norðurlands stóðu fyrir umræðufundi um tengiflug flugfélagsins á milli Akureyrar og Keflavíkur, sem hefst í október og verður í boði út nóvember. Á fundinn komu ýmsir gestir úr ferðaþjónustu og frá sveitarfélögum á Norðurlandi, til að ræða um tækifæri og áskoranir í þessu verkefni.
Meira