Stólarnir fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
27.05.2023
kl. 23.06
Lið Tindastól lék þriðja leik sinn í 4. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi en þá tóku strákarnir á móti liði Skallagríms úr Borgarnesi. Gestirnir höfðu tapað fyrstu tveimur leikjum sínum en Stólarnir unnið þann fyrsta en lutu síðan í gras gegn Vængjum Júpíters sem hafa byrjað móti af krafti. Stólarnir voru 2-1 yfir í hléi en mikill vindur hafði áhrif á leikinn í síðari hálfleik og uppskáru Skallagrímsmenn jöfnunarmark í uppbótartíma. Lokatölur 2-2.
Meira