Lilla ráðin framkvæmdastjóri Dineout í Danmörku
	feykir.is
		
				Skagafjörður, Mannlíf	
		
					16.12.2023			
	
		kl. 16.24	
			
	
	
		Vísir.is sagði frá því í gær að Jóhanna Guðrún Jóhannesdóttir hafi verið ráðin framkvæmdastjóri Dineout í Danmörku en hún hefur á síðustu misserum leitt útrás hugbúnaðarfyrirtækisins þar í landi. Nafnið hringir kannski ekki endilega hraustlega bjöllum hjá lesendum Feykis en Jóhanna er alin upp á Króknum en sennilega muna fleiri eftir henni Lillu í fótboltabúning og með boltann undir hendinni.
Meira
		
						
								
