Skagafjörður

Stólarnir fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma

Lið Tindastól lék þriðja leik sinn í 4. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi en þá tóku strákarnir á móti liði Skallagríms úr Borgarnesi. Gestirnir höfðu tapað fyrstu tveimur leikjum sínum en Stólarnir unnið þann fyrsta en lutu síðan í gras gegn Vængjum Júpíters sem hafa byrjað móti af krafti. Stólarnir voru 2-1 yfir í hléi en mikill vindur hafði áhrif á leikinn í síðari hálfleik og uppskáru Skallagrímsmenn jöfnunarmark í uppbótartíma. Lokatölur 2-2.
Meira

Það er aðeins innanbúðar titringur hjá einu merkasta stórveldi knattspyrnunnar, en ekkert til að hafa áhyggjur af :: Liðið mitt – Jón Örn Stefánsson

Hilmar Þór Ívarsson, framleiðslustjóri Dögunar rækjuvinnslu skoraði á samstarfsfélaga sinn, gæða og öryggisstjórann Jón Örn Stefánsson að svara spurningum í Liðið mitt hér í Feyki. Jón Örn býr á Blönduósi ásamt eiginkonu sinni Þórdísi Erlu Björnsdóttir, hársnyrtimeistara og þremur drengjum, þeim Birni Ívari, Stefáni Frey og Guðjóni Óla.
Meira

Leikir á gervigrasinu í kvöld og á morgun

Báðir meistaraflokkar Tindastóls í knattspyrnu eiga leiki um helgina. Strákarnir mæta Skallagrím í kvöld klukkan 19:15 og stelpurnar mæta liði Selfoss á morgun klukkan 16:00.
Meira

Ný reglugerð um starfsleyfi þriðjaríkisborgara til að starfa sem heilbrigðisstarfsmenn

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur sett heildarreglugerð sem kveður á um meðferð umsókna þriðjaríkisborgara, þ.e. ríkisborgara utan Evrópska efnahagssvæðisins og Sviss sem vilja starfa hér á landi sem heilbrigðisstarfsmenn. Markmið reglugerðarinnar er að einfalda og skýra kröfur til slíkra umsókna og stuðla að aukinni skilvirkni við meðferð þeirra.
Meira

EasyJet flýgur beint frá London til Akureyrar

Eitt stærsta flugfélag Evrópu, easyJet, mun fljúga beint frá Gatwick í London til Akureyrar næsta vetur í áætlunarflugi. Flugfélagið hefur nú þegar opnað fyrir bókanir, en fyrsta flugferðin verður 31. október. Flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024.
Meira

Sauðárkróksbakarí opið á ný

Sauðárkróksbakarí opnaði á ný í morgun eftir að hafa verið lokað í tæpar tvær vikur eftir að bíl var ekið inn í afgreiðslu bakarísins aðfaranótt 14. Maí.
Meira

Fyrirhuguð verkföll BSRB hafa mikil áhrif í Skagafirði

Að öllu óbreyttu er hluti starfsfólks sveitarfélagsins Skagafjarðar á leið í verkfall þar sem Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþágu er innan BSRB. Að svo stöddu ná verkfallsboðanir til félagsmanna Kjalar sem starfa í sundlaugum, íþróttamannvirkjum, leikskólum, ráðhúsi, þjónustumiðstöð og Skagafjarðarveitum.
Meira

Stólastelpur lögðu Stjörnuna í Bestu deildinni í gær

Stelpurnar í Tindastól sýndu það í gær að ekkert aðkomulið getur bókað stig á Króknum í Bestu deildinni í fótbolta þegar þær gerður sér lítið fyrir og sigruðu Stjörnuna sem íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáði að myndi enda í 1. sæti deildarinnar. Með sigrinum lyftu Stólar sér af botninum og komu sér fram fyrir FH og Selfoss á stigatöflunni með 5 stig eftir einn sigur og tvö jafntefli.
Meira

Fegurðin í körfuboltanum :: Leiðari Feykis

Það hafa verið sannkallaðir sæludagar í Skagafirði undanfarið eins og glöggt má sjá í Feyki vikunnar. Eftir langan og erfiðan vetur voraði vel hjá körfuboltaunnendum og uppskeran, eftirsóttasti bikar Körfuknattleikssambands Íslands, komin í hús.
Meira

Starfsmann vantar í Fab Lab

Fab Lab Sauðárkrókur leitar nú að starfsmanni til að hanna og skrá (github) verkefni á sviði KiCad rafrásahönnunar og forritunar. Verkefnin verða síðar notuð til kennslu í grunn- framhalds- og háskólum eins og hentar hverju sinni. Í tilkynningu frá Labbinu er gerð krafa um íslensku og/eða ensku kunnáttu.
Meira