Hjólað um allan heim
feykir.is
Skagafjörður
08.06.2023
kl. 09.45
Á dögunum afhenti Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga Dagdvöl aldraðra höfðinglega gjöf. Um er að ræða búnað í heilbrigðistækni svo kallaðan Motiview búnað sem samanstendur af sérstöku hjóli, tölvubúnaði og sjónvörpum. Hjólið er tengt við tölvu og skjá og í gegnum sérstök forrit er hægt að hjóla svo að segja um allan heim og njóta náttúru og mannlífs sem birtist á skjánum um leið og hjólað er. Hægt er að hafa hjólið eingöngu fótstigið en einnig er hægt að hjóla bara með höndunum eða hvort tveggja.
Meira