Skagafjörður

Hrekkjavaka í Glaumbæ

Það verður hryllilega gaman í Glaumbæ laugardaginn 28. október frá kl. 18-21. Sýningarnar í gamla bænum taka á sig skuggalega mynd og Miklabæjar-Sólveig og fleiri fara á stjá. Í baðstofunni verða draugasögur og fróðleikur um gömul hindurvitni og uppruni hrekkjavökunnar til umfjöllunar. Í Áshúsi verður smá vinnustofa fyrir yngri kynslóðina þar sem hægt verður að skera út grasker og rófur. Einnig verður mögulegt að kaupa léttar veitingar. Börn 12 ára og yngri skulu vera í fylgd með fullorðnum og það gæti verið betra fyrir viðkvæmar sálir á öllum aldri að hafa fylgdarfólk sér til halds og trausts.
Meira

Bleikt boð á Löngumýri í Skagafirði

Í tilefni af bleikum október verður haldið Bleikt boð til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar, fimmtudagskvöldið 26. október á Löngumýri. Húsið opnar kl. 18:30
Meira

Var geld en samt ekki!

Á fréttavefnum Trolli.is segir að Haraldur Björnsson, jafnan nefndur Halli Bó, sem er með fjárbúskap “suður á firði”, eigi á sem nefnist Snjólaug og sé fjögurra vetra gömul. Það er nú ekkert fréttnæmt í því nema fyrir þær sakir að Snjólaug hefur tvisvar borið einlembing en þegar hún var sett í sónar sl. vetur kom í ljós að hún væri geld.
Meira

Benedikt búálfur hjá Leikfélagi Sauðárkróks

Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi á föstudaginn var söngleikinn um Benedikt búálf. Benedikt búálf þekkja vel flestir, um er að ræða einn allra þekktasta barnasöngleik þjóðarinnar og skemmtilegt ævintýri eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson með grípandi lögum og tónlist sem Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gerði og söngtextar eftir Andreu Gylfadóttir og Karl ÁgústÚlfsson.
Meira

Töfrar leikhússins í sinni skærustu mynd

Síðastliðinn sunnudag fór ég á Sauðárkrók til að sjá Benedikt búálf í uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks og í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar. Ég fór af stað með því hugarfari að fara á barnasýningu sem mögulega myndi skilja eftir svona gott í hjartanu tilfinningu, en vá og aftur vá. Þessi sýning hjá leikfélagi Sauðárkróks lyfti mér úr sætinu og töfraði mig upp úr skónum, ég sveiflaðist svo gjörsamlega með hverri einustu sveiflu á sviðinu að það var eins og ég væri stödd í Álfheimum.
Meira

Íslandsmótið í Boccia á Sauðárkróki

Gróska íþróttafélag fatlaðra stendur fyrir einstaklingskeppni í Boccia í Íþróttahúsinu á Sauðárkrók um næstu helgi. Von er á að rúmlega 160 keppendur verði á mótinu og með aðstoðarfólki verða þetta um 250 manns sem von er á í fjörðinn um helgina. Mótið hefst með mótssetningu kl 9:30 á laugardagsmorgni og keppni byrjar kl 10:00 og stendur til rúmlega 20:00. Síðan hefst mótið aftur kl 9:00 á sunnudagsmorgun og stefnt er á að því ljúki um 14:30. Verðlaunaafhending er að keppni lokinni. Lokahóf verður svo í Miðgarði á sunnudagskvöld frá kl 18:30 til um það bil 23:00 með mat og dansi.
Meira

Hver er staðan á íbúðamarkaðnum og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðunum?

Á vef Byggðastofnunar kemur fram að Byggðastofun, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og Lóa nýsköpunarstyrkur standa saman að opnum fundi á Kaffi Krók í hádeginu næsta fimmtudag, 19.október og er hann öllum opinn.
Meira

Sigur í fyrsta heimaleik í Subway deild karla

Fyrsti heimaleikur Tindastóls í Subway deild karla, annarri umferð, fór fram á laugardaginn var. Tindastóll tók á móti Keflvíkingum, sem byrjuðu betur og fyrir þeim fór Jaka Brodnik fyrrum leikmaður Tindastól og var sóknarleikur Keflvíkinga betri en hjá heimamönnum leiddu þeir fyrsta leikhluta. Tindastólsmenn virtust eiga erfitt með að finna taktinn í sóknarleiknum í upphafi leiks. Kannski hafði það eitthvað að gera með að Pétur Rúnar sat meiddur á bekknum. Keflvíkingar voru sterkari í upphafi annars leikhluta og Tindastóll náði að halda sér inni í leiknum með þriggja stiga körfum.
Meira

Góðgerðartónleikar í minningu Skúla

Skúli Einarsson, bóndi og tónlistarmaður frá Tannstaðabakka í Hrútafirði, lést í nóvember 2021 af völdum krabbameins. Í kjölfarið varð til sú hugmynd að halda góðgerðartónleika í minningu hans til að varpa ljósi á hans tónlistarferil og þá áhrifavalda sem mótuðu hann í gegnum hans spilamennsku. Tónleikarnir verða haldnir í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 21. október og hefjast kl. 20:00. Hægt er að kaupa miða á adgangsmidi.is eða við dyr.
Meira

Varð háð hágæða garni

Helgarut Hjartardóttir er fædd árið 1991 á Sauðárkróki móðir tveggja barna, þeirra Alexíu Nóttar og Baltasars Loka. Hún kemur úr stórum systkinahópi og er viss um að einhverjir kannist við hópinn af Jólamóti Molduxa sem haldið er ár hvert á annan í jólum en þau taka alltaf þátt í því. Helgarut er útskrifuð með BA í sálfræði og stefnir á að fara í klíníska barnasálfræði í náinni framtíð. „Mér finnst mjög mikilvægt að við séum við sjálf og að það sé jákvætt að við séum ekki öll eins. Ein fræg setning sem ég segi oft er „við erum öll skrítin á okkar hátt”. Ekkert skemmtilegra en að fá að vera maður sjálfur en ekki vera fastur í því að reyna að passa inn í einhverja fyrirfram ákveðna staðalímynd. Vil ég því reyna að efla börnin okkar og aðra í því að vera þau sjálf og vera stolt af því“. Helgarut kemst á flug þegar hún byrjar að tala um tilfinningar og heldur því fram að viðtalið gæti tekið aðra og lengri stefnu ef við ætlum að fara inn á þá braut en bætir því við að það sé ekki sjálfgefið að maður fái þá aðstoð sem maður þarf í uppvextinum til að læra inn á tilfinningarnar.
Meira