Hrekkjavaka í Glaumbæ
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
17.10.2023
kl. 14.40
Það verður hryllilega gaman í Glaumbæ laugardaginn 28. október frá kl. 18-21. Sýningarnar í gamla bænum taka á sig skuggalega mynd og Miklabæjar-Sólveig og fleiri fara á stjá. Í baðstofunni verða draugasögur og fróðleikur um gömul hindurvitni og uppruni hrekkjavökunnar til umfjöllunar.
Í Áshúsi verður smá vinnustofa fyrir yngri kynslóðina þar sem hægt verður að skera út grasker og rófur. Einnig verður mögulegt að kaupa léttar veitingar.
Börn 12 ára og yngri skulu vera í fylgd með fullorðnum og það gæti verið betra fyrir viðkvæmar sálir á öllum aldri að hafa fylgdarfólk sér til halds og trausts.
Meira