Fólk hvatt til að taka þátt í garðfuglatalningu um helgina
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.01.2024
kl. 13.32
Húnahornið segir frá því að árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar. Að þessu sinni verður Garðfuglahelgin 26.-29. janúar. Í tilkynningu frá Fuglavernd segir að gott sé að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.
Meira
