Ashouri í bann eftir olnbogaskot í andlit Hugrúnar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
24.05.2023
kl. 14.54
Það er ekki bara Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður FH, sem þarf að þola það að vera settur í bann fyrir fólskubrot í fótboltanum því Shaina Faiena Ashouri, leikmaður FH í Bestu deild kvenna, hefur einnig verið úrskurður í eins leiks bann eftir atvik sem varð í leik Tindastóls og FH þann 7. maí síðastliðinn er hún gaf Hugrúnu olnbogaskot í andlitið.
Meira