Skagafjörður

Króksari sigurvegari í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2023

Jóhanna María Grétarsdóttir Noack, nemandi 6. bekkjar Árskóla á Sauðárkóki, stóð uppi sem sigurvegari í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2023, hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5. – 7. bekk grunnskóla landsins. Hugmynd Jóhönnu Maríu kallast Ultimo sem bæði er hlutur og app. Með appinu er hægt að skanna matvæli og hvenær hann rennur út sem sendir svo skilaboð á skjá sem er t.d. fest við kæliskáp.
Meira

Til hamingju sjómenn :: Leiðari Feykis

Næstkomandi sunnudag er sjómannadagurinn og víða á landinu haldinn hátíðlegur sjómönnum til heiðurs og þeirra fjölskyldum. Sums staðar fara hátíðahöld fram á laugardeginum með alls kyns viðburðum og skemmtilegheitum. Nú eru liðin 85 ár frá því að sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti en það var hinn 6. júní árið 1938 á tveimur stöðum á landinu, í Reykjavík og á Ísafirði. Það eru hins vegar ekki nema 36 ár síðan dagurinn varð lögskipaður frídagur sjómanna eða 1987 og jafnframt gerður að almennum fánadegi. Fram að því var það undir útgerðinni komið hvort sjómenn gátu glaðst í landi þann daginn.
Meira

„Við ætlum ekkert að bakka"

Nú stendur yfir þriðji dagur verkfalls hjá þeim félagsmönnum Kjalar stéttarfélags, er starfa í leikskólum Skagafjarðar. Á morgun ganga þeir aftur til starfa, en ef ekki tekst að semja, munu þeir hefja tveggja vikna verkfall mánudaginn 5. júní.
Meira

„Ég er stolt af okkur!“

Lið Tindastóls bar sigurorð af ÍBV í Eyjum í gær og gerði Melissa Garcia bæði mörk Stólastúlkna í 1-2 sigri. Feykir bað Melissu að leik loknum að lýsa mörkunum sem hún gerði í Eyjum en hún sagði að þau hefðu bæði komið eftir frábærar sendingar, fyrst frá Aldísi en síðari Murr. „Ég tók hlaupin á nærstöngina í báðum mörkunum til að koma boltanum í netið. Bæði mörkin komu eftir frábæra uppbyggingu sem allt liðið átti þátt í að skapa.“
Meira

Stólastúlkur sóttu þrjú stig til Eyja

Stólastúlkur gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í dag þar sem þær mættu liði ÍBV í Bestu deildinni. Þær lentu undir eftir rúma mínútu en það er ekkert til í orðabók okkar stúlkna um uppgjöf. Tvo mörk frá Melissu Garcia í sitt hvorum hálfleik tryggðu dýrmætan sigur og þær voru því glaðbeittar hetjurnar okkar á heimleið með Herjólfi. Lokatölur 1-2 fyrir Tindastól en Vestmanneyingar geta þó huggað sig við að þeir nældu síðar í kvöld í Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.
Meira

Ísey stal veskinu hennar mömmu | Ég og gæludýrið mitt

Í Skógargötunni á Króknum býr ung dama að nafni Ísafold Sól Sveinþórsdóttir og hundurinn hennar Ísey. Foreldrar hennar heita Sigþrúður Jóna Harðardóttir og Sveinþór Ari Arason og svo á hún einn bróður sem heitir Ísidór Sölvi. Hundurinn hennar Íseyjar er blanda af Border collie og Labrador og þeir sem þekkja til þessarar blöndu vita að þarna er á ferðinni vinalegur og kraftmikill fjölskylduhundur.
Meira

Mikilvægur leikur Stólastúlkna í Eyjum í dag

Stelpurnar í Tindastól eiga leik gegn ÍBV í Bestu deildinni klukkan fimm í dag en ferðalagið til Eyja hófst í gær og því um mikið ferðalag er að ræða og fórnir færðar hjá leikmönnum. Liðin eru á svipuðum slóðum á stigatöflunni Eyjastúlkur í 7. sæti með sex stig eftir tvo sigra en Stólar sæti neðar með einn sigur og tvö jafntefli. Feykir hafði samband við Donna þjálfara og spurði út í ferðina og leikinn.
Meira

Kveðjur frá gömlum félögum á meistara Tindastóls

Í síðustu viku fagnaði Feykir nýkrýndum Íslandsmeisturum Tindastóls með fjögurra síðan umfjöllun í blaðinu. Meðal annars óskaði Feykir eftir því við nokkra þjálfara og leikmenn fyrri tíma að þeir sendu sínum gömlu liðsfélögum kveðju. Það reyndist auðsótt mál og allir sem haft var samband við voru til í það. Hér má því lesa góðar kveðjur frá Valla Ingimundar, Maddie Sutton, Kalla Jóns. Baldri Ragnars, Israel Martin og Brilla.
Meira

Verkföll BSRB hafa mikil áhrif í Skagafirði

Hluti starfsfólks sveitarfélagsins Skagafjarðar er ýmist í eða að fara í verkfall þar sem Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþágu er innan BSRB. Að svo stöddu ná verkfallsboðanir til félagsmanna Kjalar sem starfa í sundlaugum, íþróttamannvirkjum, leikskólum, ráðhúsi, þjónustumiðstöð og Skagafjarðarveitum.
Meira

Um 700 manns heimsóttu Glaumbæ á 75 ára afmælishátíð

Í tilefni 75 ára afmælis Byggðasafns Skagfirðinga var boðið til afmælishátíðar með skemmtun og fróðleik í Glaumbæ sl. mánudag. Mikið líf og fjör var á safnsvæðinu, áhugaverðar sýningar og fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir alla aldurhópa.
Meira