Skagafjörður

Stólarnir máttu þola tap í Egilshöllinni

Önnur umferðin í 3. deildinni í knattspyrnu var spiluð í gærkvöldi og lið Tindastóls heimsótti Vængi Júpíters í Egilshöllina í Grafarvogi. Markalaust var í hálfleik en mörkin komu í síðari hálfleik og það voru heimamenn sem höfðu sigur. Lokatölur 3-1.
Meira

Sýnishorn af innsendum botnum og vísum í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga

Eins og fram hefur komið í Feyki voru úrslit Vísnasamkeppni Sæluvikunnar kynnt við setningu Sæluvikunnar 30. apríl sl. Búið er að birta sigurvísurnar en samkvæmt venju voru veitt verðlaun fyrir besta botninn og eins fyrir bestu vísuna þar sem efnistök voru gefin fyrirfram sem að þessu voru tíðar sólalandaferðir Íslendinga og áhrif þeirra á verðbólgudrauginn.
Meira

Tindastólsmönnum vel fagnað á Króknum

Íslandsmeistarar Tindastóls tóku nettan meistararúnt í gegnum Krókinn skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld en fánar blöktu á ljósastaurum í tilefni dagsins. Rúta Suðurleiðar stoppaði svo til móts við Síkið en þar hafði dágóður hópur fólks safnast saman þrátt fyrir lítinn fyrirvara og fagnaði vel þegar hetjurnar birtust með bikara á lofti.
Meira

„Ég hef aldrei verið jafn stressaður á ævi minni“

Feykir heldur áfram að athuga með heilsu og ástand stuðningsmanna og leikmanna Tindastóls eftir stóra sigurinn á Hlíðarenda. Einn frægasti Króksarinn er væntanlega Auðunn Blöndal og það mátti sjá hann angistarfullan í fremstu röð á Hlíðarenda og í Síkinu í einvígi Vals og Tindastóls. Það leit ekki út fyrir að hann hefði náð að spennujafna fyrir úrslitaleikinn og því rétt að tékka á honum.
Meira

Allt að verða klárt fyrir atvinnulífssýninguna um helgina

Atvinnulífssýningin Skagafjörður : Heimili Norðursins opnar tíu í fyrramálið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki en setningarathöfnin hefst kl. 11. Sýningin verður opin á laugardag frá kl. 10-17 og sunnudag frá kl. 10-16 og aðgangur er ókeypis. Íslandsmeistarar Tindastóls í körfubolta mæta að sjálfsögðu á svæðið og full ástæða til að mæta og fagna liðinu okkar en þeir eru væntanlegir á svið kl. 16 á laugardag.
Meira

Meistararúntur klukkan hálf sjö í kvöld

Íslandsmeistarar Tindastóls munu fara rúntinn í gegnum Sauðárkrók klukkan 18:30 í dag á leið sinni fram í Miðgarð þar sem uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar Tindastóls fer fram með pomp og prakt í kvöld. Á leiðinni mun fararskjóti meistaranna nema staðar við Síkið í skamma stund og því möguleiki að fagna köppunum.
Meira

Við upphaf skal endinn skoða

Á 46. fundi Byggðaráðs Skagafjarðar var lagt fram uppfært samkomulag milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Skagafjarðar um byggingu menningarhúss í Skagafirði. Samkomulag þetta byggði á viljayfirlýsingu sem var undirrituð 5. maí 2018. Samkomulagið felur í sér að stofnframlagi verði varið til viðbyggingar og endurbóta á Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Meira

Þarf ekki aftur inn á Stubb fyrr en í haust

„Að vakna í morgun var yndislegt og það fyrsta sem kom upp í hugann var að ég þarf ekkert meira inn á stubb.is fyrr en í haust,“ sagði Stefán Jónsson, fyrrum formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, þegar Feykir spurði hann hvernig það væri að vakna sem Íslandsmeistari. Að öðrum ólöstuðum þá ber Stebbi talsverða ábyrgð á þeim metnaði sem hefur tengst Tindastólsliðinu síðustu árin og setti óhikað stefnuna á að vinna titil þegar hann tók við stýrinu.
Meira

„Þessar sekúndur í lokin eru þær lengstu í mínu lífi“

„Það var stórkostlegt, loksins loksins loksins!“ Þannig lýsir Guðný Guðmundsdóttir því hvernig var að vakna í morgun sem Íslandsmeistari en Króksarinn Guðný er eins og kunnugt er úr Þingeyjarsýslu en er gift Gunna Gests, formanni UMSS. Hún er einn af þessum máttarstólpum sem alltaf er hægt að stóla á þegar Stólarnir eru annars vegar.
Meira

Sigtryggur Arnar í úrvalsliði Subway-deildar

Í hádeginu í dag stóð KKÍ fyrir árlegri verðlaunahátíð sinni fyrir úrvals- og fyrstu deildir eftir tímabilið í körfunni. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína á því tímabili sem lauk nýverið. Þar komst Sigtryggur Arnar Björnsson í úrvalslið Subway-deildar, ásamt Ólafi Ólafssyni Grindavík, Styrmi Snæ Þrastarsyni Þór Þ. og Völsurunum Kristófer Acox og Kára Jónssyni, sem einnig var valinn leikmaður ársins.
Meira