„Sumum finnst við agaleg þjóð að borða þessi krútt“
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
18.08.2023
kl. 17.45
Á Hofsósi er snotur veitingastaður sem kallast Retro Mathús og stendur í Plássinu – nú eða Kvosinni eða niðri í Stað, svona eftir því hvaða Hofsósingur er spurður. Rétt hjá rennur Hofsáin til sjávar og í þessu lognríka umhverfi myndast oft hitapottur yfir sumarið. Það eru Magnús Eyjólfsson og Guðrún Sonja Birgisdóttir sem eiga og reka Retro Mathús en þar eru um tíu starfsmenn yfir háannatímann og þjónustan hressileg og lipur.
Meira
