Njarðvík var það, heillin
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
18.04.2023
kl. 13.16
Í gærkvöldi varð ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Subway-deildarinnar í körfuknattleik en þá mættust Haukar og Þór Þorlákshöfn í oddaleik. Eftir að Hafnfirðingar höfðu leitt nánast allan tímann en ekki tekist að hrista ólseiga Þórsara af sér þá fór það svo að hafnfirski mótorinn hökti á lokamínútunum meðan Þórsararnir gáfu Vincent Shahid licence to kill – eða semsagt leyfi til að klára málið – sem hann og gerði. Þar með var ljóst að Tindastóll mætir liði Njarðvíkur í undanúrslitum og Þórsarar mæta Valsmönnum.
Meira