„Tökum með okkur jákvæðu kaflana og lærum af hinu“
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
24.06.2023
kl. 16.51
Feykir tók púlsinn á fyrirliða Stólastúlkna, Bryndísi Rut Haraldsdóttur frá Brautarholti, eftir að fyrri umferð Bestu deildar kvenna lauk nú í vikunni. Lið Tindastóls er í áttunda sæti með átta stig eftir níu leiki. Liðin í fallsætunum, Selfoss og ÍBV, eru bæði með sjö stig. Þrír síðustu leikir liðsins voru allir gegn sterkum andstæðingum og töpuðust allir frekar illa. Það er þó enginn mæðutónn í Bryndísi sem segir liðið læra af reynslunni og koma sterkari til leiks í seinni umferðina.
Meira
