Skagafjörður

Samsett fiskileður í þróun

Nýsköpunarfyrirtækið AMC fékk nýverið tveggja ára Sprota styrk frá Rannís upp á samtals 20 milljónir til að þróa fyrsta samsetta fiskileðrið á Íslandi. Fyrirtækið er í eigu ungs frumkvöðlapars á Norðurlandi Maríu Dísar Ólafsdóttur, lífverkfræðings, og Leonard Jóhannssonar, vélfræðings. Áður hafði verkefnið fengið FRÆ styrk Rannís og vann titilinn Norðansprotinn í hugmyndasamkeppni síðastliðið vor.
Meira

Vel heppnuð rökkurganga í Glaumbæjarblíðunni

Það er eitt og annað sem brallað er á aðventunni. Það hefur í mörg ár verið venjan að boðið sé upp á rökkurgöngu hjá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ og svo var einnig í ár því nú á sunnudaginn var búið að koma gamla bænum í jólabúning og hátíðarbragur yfir svæðinu. Móttökurnar fóru fram úr björtustu vonum í vetrarblíðunni.
Meira

Nemendur Höfðaskóla heimsóttu FNV

Á heimasíðu Höfðaskóla á Skagaströnd er sagt frá því að nemendur unglingastigs hafa tvö undanfarin ár verið með tvær list- og verkgreinavikur yfir skólaárið. Þar hafa nemendur kynnst ýmsum greinum sem hægt hefur verið að sýna og kenna innan skólans. Að þessu sinni var hinsvegar ákvðið að leita í hús til Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um samstarf .
Meira

Sex af Norðurlandi vestra í æfingahópi yngri landsliða KKÍ

KKÍ hefur ráðið þjálfara yngri liða Íslands fyrir komandi verkefni í sumar og munu þau öll taka þátt í verkefnum drengja og stúlkna líkt og síðasta sumar. Þá hefur NM U20 liða verið bætt við í samstarfi Norðurlandanna líkt og hefur verið með U16 og U18 liðin á undanförnum árum. Fimm hafa verið boðuð til æfinga úr röðum Tindastóls og ein frá Kormáki.
Meira

Byggðastofnun og Háskólinn á Hólum í samstarf

Föstudaginn 9. nóvember var skrifað undir samkomulag milli Byggðastofnunar og Háskólans á Hólum um samstarf sem einkum er ætlað að stuðla að auknu samtali og samstarfi í atvinnu- og byggðaþróun.
Meira

Viggó og Gunnar Björn sæmdir gullmerki SKÍ

Á skíðaþingi Skíðasambands Íslands, sem fram fór í Reykjavík dagana 18. og 19. nóvember sl. voru þeir Viggó Jónsson og Gunnar Björn Rögnvaldsson sæmdir gullmerki sambandsins fyrir að hafa unnið skíðaíþróttinni ómetanlegt starf um árabil.
Meira

Glimrandi skemmtun í Miðgarði með skagfirskum jólastjörnum

Á laugardagskvöld fjölmenntu Skagfirðingar í Menningarhúsið Miðgarð í Varmahlíð þar sem fyrir dyrum stóðu tónleikarnir Jólin heima. Fullt var út úr dyrum og voru gestirnir vel með á nótunum frá fyrsta lagi til hins síðasta og fóru þakklátir út í kyrrt og kalt vetrarkvöldið að mögnuðum tónleikum loknum, með vænan skammt af jólagleði í hjarta.
Meira

Vængbrotnar Stólastúlkur máttu sín lítils gegn Hamar/Þór

Lið Tindastóls og sameinaðs liðs Hamars og Þórs úr Þorlákshöfn mættust í Síkinu í gær. Gestirnir hafa gert ágæta hluti í 1. deildinni í vetur og það var ekki vandamál hjá þeim að leggja vængbrotið lið Stólastúlkna að þessu sinni. Lokatölur 46-74.
Meira

Saga jólakrossins á Nöfunum :: Þórhallur Ásmundsson rifjar upp gamla tíma

Á dögunum var myndasyrpa á hinni ágætu Facebook síðu „Skín við sólu“ af nýjum krossi í stað hins gamla á Nöfunum og frá friðargöngu þar sem nemar Árskóla leiddu eins og árleg venja er á Króknum. Við þessa myndasyrpu var mér hugsað til þess að á sínum tíma birtist í Feyki frásögn um tilurð jólakrossins á Nöfunum.
Meira

Jayla Johnson kemur í stað Chloe Wanink

Körfuknattleiksdeild Tindastóls tilkynnti fyrr í dag að gerðar hefðu verið mannabreytingar hjá kvennaliði Tindastóls. Bandaríski leikmaðurinn Chloe Wanink, sem einnig þjálfaði yngri flokka félagsins, hefur haldið heim á leið en í hennar stað er komin önnur bandaríska stúlka, Jayla Johnson. Jayla er 185cm á hæð, framherji, öflugur stigaskorari og frákastari. Hún verður 24 ára nú milli jóla og nýárs.
Meira