Skagafjörður

Matvælastefna sem tryggir fæðu- og matvælaöryggi

Í þingsályktunartillögu sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram um matvælastefnu fyrir Ísland er mörkuð stefnan til ársins 2040 og er ætlað að vera leiðarstef í ákvarðanatöku til að auka megi verðmætasköpun í innlendri matvælaframleiðslu, tryggja fæðu- og matvælaöryggi og auka velferð fólks í sátt við umhverfi og náttúru.
Meira

Kynni af öðrum menningarheimum eru dýrmætt veganesti út í lífið

Eftir að hafa boðið lesendum Feykis í menningarreisu til Hugrúnar Önnu í Verónu á Ítalíu í febrúar þá tekur Feykir undir sig stökk til norðausturs og snögghemlar í Austur-Evrópu. Nánar tiltekið í austurhluta gömlu Tékkóslóvakíu, sem flestir lesendur Feykis ættu að kannast við, en í kjölfar þess að halla fór undan fótum Sóvétríkjanna þá sluppu ríki Austur-Evrópu undan járnhælnum. Flauelsbyltingin var gerð friðsamlega í Tékkóslóvakíu 1989 og til urðu Tékkland (ekki skoðunarstöðin) og Slóvakía og það er einmitt í síðarnefnda landinu sem parið Kolbrún Sonja Rúnarsdóttir og Ófeigur Númi Halldórsson stundar nú nám í borginni Košice.
Meira

Prýðilegur apríl framundan, segja Dalbæingar

Veðurklúbbur Dalbæjar fundaði þann 5. apríl 2023 en þar voru mætt þau Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Ragnhildur Von Weisshappel, Kristján Loftur Jónsson og Þóra Jóna Finnsdóttir. Spámenn telja að apríl komi með meira vor norður í land.
Meira

Föstudagurinn langi

Föstudagurinn langi er síðasti föstudagur fyrir Páska. Þá minnast kristnir menn píslargöngu Jesú krossfestingar hans og dauða á krossi en samkvæmt guðspjöllunum gerðust þessir atburðir á síðasta föstudag fyrir Páska. Þá var Jesú krossfestur ásamt tveimur ræningjum sem höfðu einnig verið dæmdir til krossfestingar.
Meira

Stólarnir komu úr Keflavík með sigur í farteskinu

„Þetta voru bestu tímar, þetta voru verstu tímar ...“ segir í frægri bók. Sennilega var nú Kalli Dickens ekki með þandar taugar körfuboltaáhugafólks í huga þegar hann reit þennan texta á blað en það er pínu svona sem ástandið á okkur stuðningsmönnum Stólanna er þegar úrslitakeppnin hefst í körfunni og leikurinn í Keflavík í gærkvöldi var ágætt dæmi um. Eina mínútuna voru Stólarnir bestir og þá næstu verstir – með tilheyrandi tilfinningarússíbana þeirra sem á horfðu. Strákarnir okkar náðu hins vegar í sigurinn eftir framlengdan leik og hafa því náð í mikilvægan útivallarsigur og undirtökin í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Lokatölur 107-114 og liðin mætast öðru sinni í Síkinu nú á laugardagskvöld.
Meira

Elskar að velta sér upp úr drullu!

Það þekkja flestir hana Sigríði Elfu sem býr á Króknum og vinnur á leikskólanum Ársölum. Sigríður Elfa er dóttir Eyjólfs Sveinssonar vinnuvélastjóra og Ingibjargar Axelsdóttur og er elst af fjórum systkinum. Sigríður Elfa sést oft hjóla um bæinn með hund sér við hlið sem virðist hlýða henni í einu og öllu eins og góður hundur á að gera með eiganda sínum. Hann lætur það sem á vegi þeirra verður ekki laða sig út í einhverja vitleysu heldur fylgir henni hvert sem Sigríður Elfa fer. Þessi litla snót heitir Loppadís og er í daglegu tali kölluð Loppa. Loppa er íslenskur fjárhundur með dass af Border Collie og kannski einhverju smá fleiru.
Meira

Skírdagur og síðasta kvöldmáltíðin

Í dag er skírdagur en hann er ávallt síðasti fimmtudagur fyrir páska og var upphafsdagur hinnar fornu páskahátíðar Gyðinga. Þennan dag minnast kristnir þess að Kristur þvoði fætur lærisveinanna fyrir hina heilögu kvöldmáltíð sem kölluð hefur verið síðasta kvöldmáltíðin.
Meira

Ós textílmiðstöð á Blönduósi er framúrskarandi verkefni á sviði menningar

Í gær var sagt frá því á Feyki.is hvaða aðili hlaut viðurkenningu SSNV sem framúrskarandi verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar. Eins og kom fram í fréttinni var einnig tilkynnt um hvaða aðili hlaut viðurkenningu sem framúrskarandi verkefni á árinu 2022 á sviði menningar. Sá heiður kom í hlut Óss Textíllistamiðstöðvar áBlönduósi fyrir rekstur á miðstöð fyrir textíllistafólk.
Meira

Hermann Sæmundsson skipaður ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur skipað Skagfirðinginn Hermann Sæmundsson, stjórnmálafræðing og skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, í embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins. Hermann tekur við embættinu 1. maí nk. þegar Ragnhildur Hjaltadóttir lætur af störfum.
Meira

Pavel segir einvígið við Keflavík kalla á sterka liðsheild

Úrslitakeppnin í körfunni hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum. Njarðvíkingar unnu nauman sigur á ólíkindatólum Grindvíkinga og Stjörnumenn komu á óvart og lögðu Valsmenn að Hlíðarenda. Í kvöld mætast síðan Haukar og Þór Þorlákshöfn og það sem mestu skiptir; Keflavík og Tindastóll. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Pavel Ermolinski, þjálfara Tindastóls.
Meira