Skagafjörður

Íbúum í Skagafirði fjölgar mest

Íbúum Skagafjarðar fjölgaði um 64 íbúa eða 1,5 prósent á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. ágúst 2023, sem er mesta fjölgunin í einstaka sveitarfélagi á Norðurlandi vestra. Íbúar Skagafjarðar eru nú 4382 talsins.
Meira

Yfirlýsing Samband íslenskra sveitarfélaga vegna málefna hælisleitenda

Samband íslenskra sveitarfélaga harmar þá stöðu sem upp er komin í málefnum hælisleitenda sem njóta ekki lengur grunnþjónustu skv. breyttum útlendingalögum. Af viðbrögðum einstakra fulltrúa ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlum má ráða að ábyrgðin sé nú alfarið á höndum sveitarfélaganna.
Meira

Króksmótið heppnaðist ljómandi vel þrátt fyrir þokusudda

Króksmótið í knattspyrnu fór fram um helgina. Á Króksmóti spila strákar (og pínu af stelpum) í 6. og 7. flokki. Þó veðurspáin gerði ráð fyrir björtu veðri og fallegu þá gaf ískaldur og hnausþykkur þokubakki veðurfræðingum langt nef og sá til þess að keppendur og fylginautar skulfu úr kulda á laugardeginum. Þokunni létti þegar leið á sunnudagsmorgun og 600 keppendur á mótinu gátu farið að þoka sér úr yfirhöfnunum.
Meira

Íslandsmót í hrútadómum: 20 ár frá fyrstu keppni

Árlegt Íslandsmeistaramót í hrútadómum verður haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum þann 20. ágúst og hefst kl. 14. Á þessu ári eru liðin 20 ár síðan Strandamenn fundu upp þessa skringilegu keppnisgrein og verður því mikið um dýrðir.
Meira

Daníel Gunnarsson hlaut silfurverðlaun á Heimsmeistaramóti

Heimsmeistaramót íslenska hestsins er nú afstaðið og stóðu Íslendingar sig vel á mótinu, hlutu 16 gull og þrjú silfur.
Meira

Kornuppskeran líklega ónýt eftir næturfrost í Vallhólmi

Aðfaranótt miðvikudags mældist frost í Vallhólmi í Skagafirði og í frétt á mbl.is var haft eftir Bessa Vésteinssyni, bónda í Hofsstaðaseli sem hefur umsjón með kornökrunum á svæðinu, að uppskeran sé líklegast ónýt og því fylgi mikið fjárhagslegt tjón.
Meira

Stólarnir glutruðu niður forystu í blálokin

Meistaraflokkur Tindastóls karla í knattspyrnu lagði leið sína á Selfoss í gær til að etja kappi við heimamenn þar í Árborg. Liðin eru bæði í barráttu um að komast upp úr fjórðu deildinni og leikurinn því afar mikilvægur fyrir bæði lið. Fóru leikar þannig að liðin skiptu með sér stigum, lokastaðan 2-2.
Meira

Tindastólslagið fleytti Svisslending í úrslit á Heimsmeistaramótinu

Svisslendingurinn Eyvar Albrecht reið forkeppni í slaktaumatölti á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í morgun sem væri nú öllu jafna ekki frásögu færandi hér í Feyki, nema hvað að lagið sem hann valdi til að ríða “prógramið“ var Tindastólslagið sem Úlfur Úlfur gaf út vorið 2022.
Meira

Rannveig bætist við í hóp Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Rannveigu Guðmundsdóttur um að leika með kvennaliði Tindastóls næsta vetur.
Meira

Þórarinn þjálfar á heimsmeistaramóti: „Úrslitin ráðast mikið utan vallar"

Þessa dagana stendur yfir Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Oirschot í Hollandi. Þórarinn Eymundsson, tamningamaður, reiðkennari, hrossaræktandi og lektor við hestafræðideild Háskólans á Hólum tekur þar þátt sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum.
Meira