Skagafjörður

Fiskmarkaður Sauðárkróks opnar húsakynni sín með móttöku

Á morgun, laugardaginn 15. apríl, verður nýtt og glæsilegt húsnæði Fiskmarkaðs Sauðárkróks tekið í notkun á Sandeyrinni á hafnarsvæðinu. Skagfirðingum og velunnurum annars staðar frá er boðið til móttöku í tilefni þessara ánægjulega tímamóta og hefst hún kl. 15:00 og stendur til kl. 17:00 þannig að Króksarar geta drifið sig í Síkið til að sjá leik Tindastóls og Keflavíkur.
Meira

Grillað og reykt

Matgæðingur í tbl 2 á þessu ári var Elísabet S.K. Ágústsdóttir en hún vinnur sem verslunarstjóri í Vélaval í Varmahlíð og býr ásamt eiginmanni sínum, Torfa, í Sunnuhlíð í Varmahlíð og hafa gert síðan 2020.
Meira

Riða gæti verið á öðrum bæ í Miðfjarðarhólfi

Eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum er búið að skera niður um 700 kindur á Bergsstöðum eftir að riðuveiki greindist í fyrsta sinn í Miðfjarðarhólfi í síðasta mánuði. RÚV segir frá því að grunur leiki á um að riða hafi greinst í öðrum bæ í hólfinu.
Meira

Má bjóða þér ruslaþvottavél? :: Leiðari Feykis

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að hringrásarhagkerfið er komið til að vera með flokkun sorps á hverju heimili landsmanna. Frá 1. apríl sl. eiga allir að flokka samkvæmt landslögum. Flokkun hefur reyndar víða verið viðhöfð í einhvern tíma en annars staðar er þetta nýtt t.d. í dreifbýli Skagafjarðar. Þar sem ég bý, á Króknum, hefur verið flokkað í einhver ár og gengið án vandræða.
Meira

Hólanemar með sýnikennslu á Degi reiðmennskunnar

Þann 25. mars tóku þriðja árs nemendur hestafræðideildar Háskólans á Hólum þátt í Degi reiðmennskunnar hjá hestamannafélaginu Fáki í Víðidal í Reykjavík. Dagur reiðmennskunnar er árlegur viðburður, yfir daginn eru kennslusýningar með mörgum af okkar færustu tamningamönnum og sýnendum. Um kvöldið er svo stórsýning þar sem ungir sem aldnir knapar hestamannafélagsins Fáks sýna listir sínar.
Meira

Stólarnir ekki í stuði í Keflavík

Stólarnir mættu til leiks í Keflavík í gær í 2-0 stöðu í einvíginu við Keflavík í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Þeir áttu því möguleika á að sópa Suðurnesjapiltunum í sumarfrí í Blue-höllinni en svo virðist sem þeir hafi skilið sópinn eftir heima í Síki því það var aldrei í spilunum að Keflvíkingar töpuðu leiknum. Þeir náðu yfirhöndinni undir lok fyrsta leikhluta og gestirnir náðu aldrei áhlaupi sem var líklegt til að snúa leiknum Stólunum í hag. Lokatölur 100-78.
Meira

Vá! Hvað getum við sagt? :: Himinn og jörð sló í gegn

Leikflokkur Húnaþings vestra lauk sýningum á söngleiknum Himinn og jörð sl. mánudag fyrir nánast fullu húsi en frumsýning fór fram þann 5. apríl við mikla hrifningu leikhúsgesta.
Meira

Þrjár heppnar fá nammivinning :: Páskakrossgáta Feykis

Met þátttaka var í páskakrossgátu Feykis að þessu sinni og allar lausnir réttar sem sendar voru inn. Þrjú nöfn voru dregin upp úr hattinum og fá þær heppnu sendan orkuríkan nammipakka með litla sem enga næringu.
Meira

Freyja er mikill aðdáandi Barbie | Ég og gæludýrið mitt

Það býr lítill snoppufríður miniture schnauzer, eða dvergschnauzer eins og þeir eru kallaðir, á Hólmagrundinni á Króknum og er það hún Freyja litla. Eigandi hennar er Fanney Klara Jónsdóttir en hún er dóttir Rakelar Sturludóttur og Jóns Guðna Karelssonar. Svo skemmtlega vill til að Fanney Klara var að fermast í Sauðárkrókskirkju nú á laugardaginn, 8. apríl. Til hamingju með fermingardaginn þinn Fanney Klara!
Meira

Á tjaldsvæði heima í íbúðahverfi? - Guðlaug K. Pálsdóttir skrifar

Í nýju aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035, er verið að flytja tjaldstæði úr miðbæ Sauðárkróks inn á milli Sæmundarhlíðar og Sauðár. Í dag er þetta opið svæði, gönguleið sem börn og fullorðnir nota á hverjum degi þegar þeir fara í skóla eða vinnu. Þessi leið er örugg gönguleið fjarri umferð alla leið inn á lóð Árskóla og íþróttasvæði Tindastóls.
Meira