Sigurrós og Sigur Rós :: Vangaveltur um tengsl heimsfrægrar hljómsveitar norður í land
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
01.12.2022
kl. 08.24
Í öðru bindi Byggðasögu Skagafjarðar er örlítill þáttur um Hvammsbrekku, landspildu úr landi Reynistaðar, sunnan og vestan Sauðárkróksbrautar, milli Geitagerðis og Melslands. Þar voru frumbyggjar Ragnar Magnússon og Sigurlína Sigurðardóttir sem þá höfðu verið nokkur ár í húsmennsku á Mel en þau hófu byggingu íbúðarhússins árið 1928 og fluttust þangað vorið 1929. Húsið var lítið, kjallari 19 m2 og ein hæð 26,4 m2. Í fyrstu virðist það ansi langsótt að tengja þessi húsakynni við einn frægasta tónlistarmann Íslands í einni þekktustu hljómsveit í heimi en er þó ekki erfitt.
Meira