Skagafjörður

Sigurrós og Sigur Rós :: Vangaveltur um tengsl heimsfrægrar hljómsveitar norður í land

Í öðru bindi Byggðasögu Skagafjarðar er örlítill þáttur um Hvammsbrekku, landspildu úr landi Reynistaðar, sunnan og vestan Sauðárkróksbrautar, milli Geitagerðis og Melslands. Þar voru frumbyggjar Ragnar Magnússon og Sigurlína Sigurðardóttir sem þá höfðu verið nokkur ár í húsmennsku á Mel en þau hófu byggingu íbúðarhússins árið 1928 og fluttust þangað vorið 1929. Húsið var lítið, kjallari 19 m2 og ein hæð 26,4 m2. Í fyrstu virðist það ansi langsótt að tengja þessi húsakynni við einn frægasta tónlistarmann Íslands í einni þekktustu hljómsveit í heimi en er þó ekki erfitt.
Meira

Átta krakkar úr Tindastóli á æfingu með norðlenskum úrvalshópi U16

Í dag fór fram æfing úrvalshóps U16 í Boganum á Akureyri þar sem stelpur og strákar af Norðurlandi komu saman og æfðu knattspyrnu. Það var Magnús Örn Helgason, þjálfari U17 kvenna, sem stýrði æfingunni. Jafnt var í hópunum, 24 stúlkur og 24 strákar, en af þeim 48 sem þátt tóku í æfingunni voru átta krakkar frá Umf. Tindastóli sem verður að teljast magnað.
Meira

Minkur í miðjum Krók

Hann var ekki styggur minkurinn sem Dagur Amlin náði að mynda í einum hólmanum í Sauðánni rétt sunnan verknámshúss FNV á Króknum í gærmorgun. Dagur, sem er nemandi skólans, lýsir því fyrir blaðamanni hvernig minkurinn athafnaði sig í mestu makindum án þess að láta mannfólkið trufla sig.
Meira

Opið fyrir spurningar á rafrænum íbúafundi í Skagafirði

Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2023-2026 verður kynnt á rafrænum íbúafundi fimmtudaginn 1. desember kl. 20:30. Á heimasíðu Skagafjarðar segir í tilkynningu að um þessar mundir sé unnið að gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins sem lögð var fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn 16. nóvember sl. og er síðari umræða á dagskrá 14. desember nk.
Meira

Mikið af handverki ratað í jólapakka

Að þessu sinni eru það hjónin Stefanía Ósk Stefánsdóttir og Kjartan Erlendsson á Sauðárkróki sem segja lesendum Feykis frá því hvað þau eru að fást við. Stefanía er fædd og uppalin austur í Breiðdal en maðurinn hennar, Kjartan Erlendsson, er Austur-Húnvetningur. Þau fluttu á Krókinn árið 1971 og ætluðu sér að vera hér í eitt ár en hvað eru 50 ár umfram það? Það er Stefanía sem hefur orðið en hún vill byrja á að þakka Unni Sævars fyrir áskorunina.
Meira

Blundar í mörgum Blönduósingum að upphefja gamla bæinn til fyrri dýrðar :: Bjarni Gaukur um uppbyggingu gamla bæjarins á Blönduósi

Það stendur mikið til á Blönduósi en félagarnir og heimamennirnir Reyni Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson hafa, undir merkjum InfoCapital, fest kaup á húsum í gamla bænum. Verkefnið er metnaðarfullt og til þess ætlast að blása lífi í Blönduósbæ og hrífa heimamenn með í uppbygginguna. Feykir hafði samband við Bjarna Gauk og forvitnaðist um málið.
Meira

JólaFeykir kemur út í dag

Biðin eftir jólablaði Feykis er á enda því hnausþykkur doðrantur er á leiðinni til íbúa Norðurlands vestra í dag og næstu daga. Eins og lög gera ráð fyrir eru fjölmörg viðtöl, uppskriftir, andleg næring og besta myndagáta í heimi, að finna í blaðinu. Fljótlega verður það einni aðgengilegt á Netinu svo enginn ætti að þurfa að fara í jólafeykisköttinn.
Meira

Smíðaði stórt og flott hamstrabúr | Ég og gæludýrið mitt

Gígja Glódís Gunnarsdóttir er 12 ára dverghamsturseigandi sem býr á Freyjugötunni á Króknum. Glódís, eins og hún er oftast kölluð, er dóttir Gunnars Smára Reynaldssonar og Klöru Bjarkar Stefánsdóttur og á hún systur sem heitir Dagrún Dröfn.
Meira

Fær að smakka jólarjúpuna | Ég og gæludýrið mitt

Í Fellstúninu á Króknum býr voðalega snoppufríður hundur sem heitir Spori. Eigandinn er fótboltastjarnan Árdís Líf Eiðsdóttir en hún spilar með 4. flokki Tindastóls sem átti frábæru gengi að fagna síðasta sumar. Árdís Líf er í 9. bekk í Árskóla og er dóttir Eiðs Baldurssonar og Þóreyjar Gunnarsdóttur. Hundurinn hennar, Spori, er af tegundinni Cavalier King Charles og er einstaklega hentugur fjölskylduhundur.
Meira

Fjórir fulltrúar frá Tindastóli sóttu ungmennaþing KSÍ

Fyrsta ungmennaþing Knattspyrnusambands Íslands fór fram síðastliðinn sunnudag en þá komu saman um 60 ungmenni frá um 20 félögum. Þátttakendur voru á aldrinum 12-18 ára og fékk hvert félag að senda fjögur ungmenni á þingið. Markmið þingsins var að gefa ungmennum landsins sem spila fótbolta rödd með stofnun ungmennaráðs.
Meira