Skagafjörður

Virkjanastopp, sama vesen, sitt hvor hliðin! :: Guðmundur Haukur skrifar

Með ákvörðunum sveitarstjórna Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Húnabyggðar og Ásahrepps um að staldra við í skipulagsmálum orkumannvirkja þar sem orkuvinnsla í núverandi lagaumgjörð þjóni ekki hagsmunum sveitarfélaganna er í raun komið virkjanastopp á Íslandi. Það þykir að sjálfsögðu bagalegt, sem það er. Raforkuframleiðsla Landsvirkjunar er fullnýtt og ekki er til meiri orka á sama tíma og orkuskiptin eru framundan. Það verður því að bretta upp ermar og byrja að virkja fyrir þjóðina!
Meira

Opið hús hjá Oddfellow í dag

Oddfellow stúkurnar á Sauðárkróki verða með opið hús í dag frá klukkan 13 til 15, þar sem gestum gefst kostur á að skoða húsakynnin, kynnast starfi stúkanna og þiggja léttar veitingar að Víðigrund 5.
Meira

Vesturbæingar komu í dapurlega kveðjuferð í Síkið

Pavel leiddi í gærkvöldi sína gæðinga út í Síkið í leik gegn hans gömlu félögum í KR. Stórveldið svarthvíta má muna sinn fífil fegurri en gengi liðsins í vetur hefur verið vandræðalega lélegt og ljóst fyrir nokkru að liðið var fallið í 1. deild. Pavel brýndi fyrir sínum mönnum að mæta ekki værukærir til leiks því það kemur fyrir að fallnir drekar rísi upp á afturlappirnar fái þeir til þess tækifæri. Það fór svo að eftir nokkuð jafnan fyrsta leikhluta var mátturinn með Stólunum það sem eftir lifði leiks og vilji og varnarleikur Vesturbæinga í mýflugumynd. Lokatölur 115-63.
Meira

Ásta Birna nýr framkvæmdastjóri á Stoð

Í gær fimmtudaginn 23.03.23 voru tímamót hjá verkfræðistofunni Stoð á Sauðárkróki, einu af okkar öflugu fyrirtækjum í heimabyggð, þegar Ásta Birna Jónsdóttir var ráðin sem framkvæmdastjóri, í stað Eyjólfs Þórarinssonar sem hefur gegnt starfinu í aldarfjórðung.
Meira

Karnival dýranna í Miðgaði

Tónadans og Tónlistarskóli Skagafjarðar setja saman upp Karnival dýranna fyrir dansara og hljómsveit í Menningarhúsinu Miðgarði nk. sunnudag 26. mars kl. 14. Fram koma nemendur og kennarar Tónlistarskólans og Tónadans. Höfundur dansa er Cristina Sabate Perez, Elena Zharinova og Ólöf Ólafsdóttir en tónlistarstjórn er í höndum Joaquin De La Cuesta Gonzalez.
Meira

Einkavæðing Hrognkelsa/Grásleppu - Lilja Rafney skrifar

Ekkert í stjórnarsáttmálanum kveður á um kvótasetningu í fiskveiðistjórnarkerfinu og skýtur því skökku við að búið sé að kvótasetja sandkola og hryggleysingja nú þegar með framsali og nú stendur til að kvótasetja grásleppu með framsali. Þingflokkur VG á síðasta kjörtímabili lagðist alfarið á móti samskonar áformum með rökstuðningi um að ekki væri hægt að byggja á neinum rannsóknum sem styddu kvótasetningu og sýndi fram á að ekki væri hægt að byggja á annarskonar veiðistjórnun sem fæli ekki í sér samþjöppun og framsal.
Meira

Námskeið og fyrirlestrar „Fiber Focus“ í mars/apríl 2023 í Textílmiðstöðinni

Verkefnið „Fiber Focus“ er samstarfsverkefni á milli Sommerakademiet í Noregi og Textílmiðstöðvar Íslands og snýst um að dreifa þekkingu á nýtingu og vinnslu á ull. Haldnir verða tveir fyrirlestrar, fluttir á ensku og verða á netinu og öllum aðgengilegir.
Meira

Vörumiðlun eignast flutningafyrirtækið Júlli Jóns ehf.

Vörumiðlun á Sauðárkróki hefur eignast flutningafyrirtækið Júlli Jóns ehf. í Borgarnesi en gengið hefur verið frá kaupum eftir því sem fram kemur á Skessuhorni, fréttaveitu Vesturlands. Þar er haft eftir seljandanum, Júlíusi Jónssyni, að búið sé að handsala kaupin en formlega gangi salan í gegn um næstu mánaðamót.
Meira

Lést eftir fall við fossinn Glym

Um hálf ellefu í gærmorgun barst lögreglu tilkynning um að erlendur ferðamaður hafi fallið niður í gilið við fossinn Glym í Hvalfirði. Lögreglan á Vesturlandi ásamt sjúkraliði og fjölmennu liði frá björgunarsveitunum fóru á vettvang ásamt því að þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.
Meira

FNV og LbhÍ á Hvanneyri taka upp athyglisvert samstarf

Þriðjudaginn 21. mars undirrituðu Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri (LbhÍ) samkomulag um samstarf sem miðar að því að nemendur eigi þess kost að útskrifast með stúdentspróf frá FNV og búfræðipróf frá LbhÍ.
Meira