Góður sigur á grjóthörðum Grindvíkingum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.11.2022
kl. 09.39
Tindastólsmenn héldu til Grindavíkur í gær þar sem hálf lemstraðir heimamenn biðu þeirra með einn erlendan leikmann í sínum röðum þar sem einn var í banni og annar ekki kominn með leikheimild. Þrátt fyrir það voru heimamenn sprækir og börðust allt til síðasta blóðdropa en á endanum voru Stólarnir of sterkir og héldu glaðbeittir heim á Krók með stigin tvö í pokahorninu. Lokatölur 83-94 og bæði lið með sex stig að loknum sex umferðum.
Meira