Skagafjörður

Fær að smakka jólarjúpuna | Ég og gæludýrið mitt

Í Fellstúninu á Króknum býr voðalega snoppufríður hundur sem heitir Spori. Eigandinn er fótboltastjarnan Árdís Líf Eiðsdóttir en hún spilar með 4. flokki Tindastóls sem átti frábæru gengi að fagna síðasta sumar. Árdís Líf er í 9. bekk í Árskóla og er dóttir Eiðs Baldurssonar og Þóreyjar Gunnarsdóttur. Hundurinn hennar, Spori, er af tegundinni Cavalier King Charles og er einstaklega hentugur fjölskylduhundur.
Meira

Fjórir fulltrúar frá Tindastóli sóttu ungmennaþing KSÍ

Fyrsta ungmennaþing Knattspyrnusambands Íslands fór fram síðastliðinn sunnudag en þá komu saman um 60 ungmenni frá um 20 félögum. Þátttakendur voru á aldrinum 12-18 ára og fékk hvert félag að senda fjögur ungmenni á þingið. Markmið þingsins var að gefa ungmennum landsins sem spila fótbolta rödd með stofnun ungmennaráðs.
Meira

Tólf útileikir hjá yngri flokkum Tindastóls um helgina

Fyrir helgi fóru þrjú lið frá yngri flokkum Tindastóls af stað út fyrir Skagafjörðinn að spila alls tólf leiki og voru þetta 8. fl. stúlkna, 8.fl. drengja og svo MB11 strákar. Af þessum tólf leikjum voru fimm sigrar og sjö töp þar sem allir gerðu sitt besta og voru sér og Tindastól til sóma.  
Meira

Eflum eldvarnir á heimilum – það er svo mikið í húfi

Nú í seinni tíð þurfa slökkvilið æ oftar að kljást við eld sem á orsök sín í hinum ýmsu raf- og snjalltækjum á heimilum landsmanna. Þessi tæki eru að sjálfsögðu komin til að vera en tilkoma þeirra og mikil notkun kallar á meiri árvekni vegna eldhættunnar sem af þeim stafar.
Meira

Fáeinir aðilar að skoða áform um að reisa hótel í Skagafirði

Ísland er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem aldrei fyrr og nýting á hótelherbergjum alla jafna mikil. Á Norðurlandi er hins vegar mikil þörf fyrir aukið gistirými en í frétt á RÚV kemur fram að bætt nýting utan háannatímans, vaxandi eftirspurn og þörf fyrir fjárfestingu í gistirýmum einkenni stöðuna í norðlenskri ferðaþjónustu og er þar vísað til greiningar KPMG á gistirýmum á Norðurlandi sem var unnin fyrir Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

Heitavatnslaust í Túna- og Hlíðahverfi í dag

Vegna vinnu við lagnir í Nestúni verður lokað fyrir hitaveitu í Iðutúni, Jöklatúni og öllum götum þar fyrir ofan klukkan 10 í dag. Hlíðahverfi mun detta út í eina til tvær klst.
Meira

130 ár frá vígslu Sauðárkrókskirkju

Það er sunnudagur 27. nóvember 2022, fyrsti sunnudagur í jólaföstu, er gengið er til Sauðárkrókskirkju í norðan nepju, fimm gráðu hita og rigningu. Það er hátíðisdagur að minnast 130 ára vígslu kirkjunnar 18. desember1892. Þann dag var stórhríð og einn helsti frumkvöðull kirkjubyggingarinnar, Lúðvík Popp kaupmaður, komst ekki til kirkjunnar vegna veðurs þó búið væri að sérsmíða burðargrind fyrir hann, en hann átti skammt ólifað og var með þeim fyrstu sem hlaut legstað í kirkjugarðinum á Móunum vestan Nafabrúnar. Um hundrað gestir sóttu kirkjuna á þessum merku tímamótum og það var hlýlegt andrúmsloft í messunni. Séra Sigríður Gunnarsdóttir þjónaði fyrir altari, séra Halla Rut Stefánsdóttir flutti ritningarorðin.
Meira

40 ára afmæli mögnuðustu þingræðu sögunnar – Flokksræðið gegn fólkinu

Hinn 23. nóvember 1982 eða fyrir 40 árum flutti Vilmundur Gylfason eina mögnuðustu þingræðu sem flutt hefur verið. Þetta er kröftug, ástríðufull og skemmtileg ræða þar sem íslensk stjórnkerfi er tekið á beinið. Þrátt fyrir gjörbreytt samfélag búum við í dag, árið 2022, við sama stjórnkerfi og árið 1982. Vandamálin í dag eru í meginatriðum hin sömu og fyrir 40 árum og tillögur Vilmundar um leiðir til úrbóta eru enn í fullu gildi og sígildar. Spurning er kannski hvort stjórnkerfið í dag hafi orðið faglegri en fyrir 40 árum og færst fjær flokksræðinu. Mál eins og salan á Íslandsbanka í vor benda ekki til þess að orðið hafi breytingar, sama má segja um mál ÍL-sjóðs og nú síðast lífeyrisaukasjóð LSR. Allt eru þetta dæmi um mál sem bera vitni um grátlegt fúsk og vanhæfni stjórnkerfisins sem kosta ríkissjóð og almenning tugi og jafnvel hundruð milljarða króna.
Meira

Steven Gerrard í uppáhaldi :: Liðið mitt Ragnar Þór Jónsson

Ragnar Þór Jónsson, húsasmiður Hofsósi, er Liverpoolmaður og spáði sínu liði í toppbaráttuna en er orðinn eitthvað efins eftir slæma byrjun á þessu tímabili. Hann er þó mun bjartsýnni á gengi liðsins í Meistaradeildinni og spáir toppárangri. Hann hefur einu sinni farið á leik og sá þá gullaldarlið Liverpool spila, og þá voru innan borðs helstu goðsagnir félagsins. Ragnar Þór svarar hér spurningum í Liðinu mínu.
Meira

Fjöldi fólks sótti viðburði á Króknum í dag

Það var stórfín mæting í gamla bæinn á Króknum í dag þegar ljós voru tendruð á jólatrénu fallega úr Sauðárhlíðinni ofan bæjarins. Dagskráin var með hefðbundnum hætti en nokkuð ljóst að eftir tvö ár í Covid-straffi þá var fólk tilbúið að ösla út í myrkrið og rigningarúðann til að eiga notalega stund saman og fagna komu aðventunnar.
Meira