Skagafjörður

Viðburðarík aðventuhelgi á Norðurlandi vestra

Það er fyrsta helgi í aðventu núna og mikið um að vera á Norðurlandi vestra. Nú á hádegi hefst Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks í íþróttahúsinu á Króknum og í kjölfarið verður hátíðarstemning þegar ljós verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi og hefst athöfnin kl. 15:30. Á Blönduósi verður Aðventuhátíð í Blönduóskirkju á morgun sem og afmælishátíð í Sauðárkrókskirkju. Í kvöld verður söngur, gaman og gleði í Skagafirði og víða verða verslanir opnar og markaðir af ýmsu tagi,
Meira

130 ára afmæli Sauðárkrókskirkju :: Mörg og mikil tímamót

Stór tímamót eru framundan hjá Sauðárkrókskirkju sem fagnar 130 afmæli en vígsla hennar fór fram þann 18. desember árið 1892. Í tilefni þessa verður haldin hátíðarmessa nk. sunnudag, fyrsta sunnudag í aðventu. Þar mun kirkjukórinn, sem einnig fagnar stórum tímamótum, syngja og halda sérstaka örtónleika eftir athöfn og að því búnu verður boðið í veislukaffi.
Meira

Geiri með fjöldasöng í Miðgarði annað kvöld

„Ég hef verið með þetta í hausnum lengi, að fá fólk til að koma og syngja sjálft. Við reyndum þetta á laugardaginn var á Græna hattinum á Akureyri og troðfylltum hann,“ segir Geirmundur Valtýssonaðspurður út í söngkvöld sem hann verður með í Miðgarði á morgun.
Meira

Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks á morgun

Eftir tveggja ára Covid-hlé býður Rótarýklúbbur Sauðárkróks til ókeypis jólahlaðborðs á ný í íþróttahúsinu á morgun, laugardaginn 26. nóvember milli klukkan 12 og 14.
Meira

Blikar í bóndabeygju í Síkinu

Blikar komu í Síkið í kvöld og mættu þar liði Tindastóls í sjöundu umferð Subway-deildarinnar. Reikna mátti með hörkuleik þar sem Stólarnir hafa verið að ná vopnum sínum að undanförnu eftir meiðslahrjáða byrjun á mótinu en lið Breiðabliks hefur aftur á móti leikið vel og sat fyrir leikinn í efsta sæti deildarinnar ásamt Íslandsmeisturum Vals. Þegar til kom reyndust Stólarnir mun sterkari aðilinn og eftir að hafa unnið annan leikhluta 34-8 þá var í raun aldrei spurning hvort liðið tæki stigin sem í boði voru. Lokatölur voru 110-75.
Meira

Tækifæri til fjárfestingar í gistirýmum á Norðurlandi

Bætt nýting utan háannar, vaxandi eftirspurn og þörf fyrir fjárfestingu í gistirýmum er einkennandi fyrir þá stöðu sem blasir við í norðlenskri ferðaþjónustu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í greiningu KPMG á gistirýmum á Norðurlandi, sem unnin var fyrir Markaðsstofu Norðurlands í haust.
Meira

Hvað gerist þegar kona fer?

Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar býður öllum þeim sem áhuga hafa á fyrirlestur með Ásdísi Ýr Arnardóttur fjölskyldufræðingi sem ber heitið „Hvað gerist þegar kona fer? Hvernig má styðja við konur sem vilja slíta ofbeldissambandi?“ og fjallar um þær aðstæður og tilfinningar sem gjarnan myndast þegar kona yfirgefur ofbeldissamband.
Meira

Mikill ljósagangur á Nöfum á morgun

Í fyrramálið, 25.nóvember, fer fram hin árlega Friðarganga Árskóla á Sauðárkróki þar sem kveikt verður á krossinum á Nöfum. Strax að því loknu munu Kiwanisfélagar kveikja á ljósakrossunum í kirkjugarðinum en það er ekki síður mikið sjónarspil. Þetta mun vera áttunda árið sem Kiwanisklúbburinn Drangey sér um ljósakrossa í kirkjugarðinum fyrir einstaklingar sem vilja lýsa upp leiði ættingja og vina.
Meira

Emeselausar Stólastúlkur lutu í parket gegn Ármanni

Stólastúlkur léku við lið Ármanns í Kennaraháskólanum í gær í elleftu umferð 1. deildar kvenna. Þetta er í annað sinn í vetur sem liðiin mætast þar og líkt og í fyrra skiptið þá voru það heimastúlkur sem höfðu betur. Lið Tindastóls lék á Emese Vida sem er meidd og mátti liðið illa við því að vera án hennar. Líkt og oft áður í vetur byrjaði lið Tindastóls vel og leikurinn var spennandi fram í miðjan annan leikhluta en þá skildu leiðir. Lokatölur reyndust 89-61.
Meira

Alþingi í eina viku

Í síðustu viku áskotnaðist undirrituðum sá heiður að taka sæti á Alþingi Íslendinga fyrir Miðflokkinn. Óhætt er að segja að ýmislegt hafi komið á óvart við þingmannsstörfin, en þau eru um margt ólík öðrum störfum sem ég hef tekist á við.
Meira