Viðburðarík aðventuhelgi á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
26.11.2022
kl. 11.37
Það er fyrsta helgi í aðventu núna og mikið um að vera á Norðurlandi vestra. Nú á hádegi hefst Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks í íþróttahúsinu á Króknum og í kjölfarið verður hátíðarstemning þegar ljós verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi og hefst athöfnin kl. 15:30. Á Blönduósi verður Aðventuhátíð í Blönduóskirkju á morgun sem og afmælishátíð í Sauðárkrókskirkju. Í kvöld verður söngur, gaman og gleði í Skagafirði og víða verða verslanir opnar og markaðir af ýmsu tagi,
Meira