Skagafjörður

Skemmtiferðaskip í höfn á Króknum í dag

Skemmtiferðaskipið Scenic Eclipse 2 kom til hafnar á Sauðárkróki upp úr kl. 8 í morgun í norðankalda en hitinn í Skagafirði er að skríða í tíu gráðurnar en ætti að hækka eftir því sem líður á daginn. Scenic Eclipse 2 er lúxus skemmtiferðaskip sem getur tekið 228 farþega og staldrar heldur lengur við en skipið sem heimsótti Krókinn fyrr í júlí en það lætur ekki úr höfn fyrr en um kl. 11 í kvöld á meðan hið fyrra var horfið út fjörð um kvöldmatarleytið.
Meira

Ultimo-appið orðið aðgengilegt

Eins og Feykir greindi frá í júní sigraði Jóhanna María Grétarsdóttir Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2023 með hugmyndinni „Ultimo”. Jóhanna María býr á Sauðárkróki og foreldrar hennar eru Grétar Karlsson og Annika Noack.
Meira

Eldur í Húnaþingi hefst í dag

Fjölskyldu- og bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi verður haldin núna nú næstu daga, 26. – 30. júlí. Hátíðin fer fram á Hvammstanga og hefur verið haldin árlega frá árinu 2003 en tekið mörgum breytingum í gegnum tíðina og hefur í dag fengið á sig fjölskyldu- og bæjarhátíðarblæ.
Meira

Fyrirlestur um fornleifar í Hegranesi

Sunnudaginn 30. júlí verður haldinn í félagsheimilinu Hegranesi fyrirlestur um fornleifarannsóknirnar sem fram fóru í Hegranesinu árin 2014-2018.
Meira

Áfram Tindastóll komið í hús

Í síðustu viku kom út kynningarblað knattspyrnudeildar Tindastóls, Áfram Tindastóll, en það voru starfsmenn Nýprents sem að önnuðust útgáfuna, söfnuðu efni, settu blaðið upp og prentuðu. Blaðinu hefur þegar verið dreift í hús á Sauðárkróki en einnig er hægt að nálgast það í verslunum og á völdum stöðum.
Meira

Ljómarallý í Skagafirði um næstu helgi

Laugardaginn 29. júlí 2023 fer fram Ljómarallý í Skagafirði. Keppnin er sú þriðja í röðinni í Íslandsmeistaramótinu í rallakstri í ár.
Meira

Donni ánægður með frumraun þeirra spænsku

„Ég er gríðarlega ánægður með leikinn i heild sinni. Þetta var frábær frammistaða bæði varnar - og sóknarlega. Geggjað að skora frábær fjögur mörk og hefðum getað skorað aðeins fleiri,“ sagði markagráðugur Donni þjálfari þegar Feykir hafði samband við hann að loknum leik Tindastóls og ÍBV í Bestu deild kvenna í gær. Leikurinn endaði með 4-1 sigri Stólastúlkna og færði liðið ofar í töfluna.
Meira

Strandveiðar á tímamótum – næstu skref

Strandveiðar skipta nú sköpum fyrir fjölda fjölskyldna vítt og breytt um landið en 750 sjálfstæðar útgerðir hafa afkomu sína af handfæraveiðum, að ótöldum afleiddum störfum fiskverkenda, verkafólks og þjónustuaðila sem njóta góðs af. Auk útgefinna heimilda til strandveiða, hefur á undanförnum árum verið hægt að bæta við strandveiðipott ársins áður en vertíð líkur af heimildum annarsstaðar frá sem sýnt hefur verið að verði ekki nýttar á því fiskveiðiári.
Meira

„Það bregst aldrei að þær heilla mig með baráttuanda sínum“

Það kom fram í umfjöllun um leik Tindastóls og ÍBV í dag að Murielle Tiernan, eða bara Murr upp á grjótharða íslensku, var heiðruð áður en leikurinn hófst en hún náði fyrir nokkru þeim áfanga að hafa spilað 100 leiki fyrir Stólastúlkur í deild og bikar. Það eru um sex ár frá því að hún gekk fyrst til liðs við Tindastól sem þá var í 2. deild en með tilkomu hennar og uppkomu metnaðarfullra og stoltra Stólastúlkna í meistaraflokk hófst ótrúlegur uppgangur kvennaboltans á Króknum. Feykir sendi nokkrar spurningar á Murr.
Meira