Tap gegn Ármanni eftir hörkuleik
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
02.10.2022
kl. 13.30
Lið Ármanns og Tindastóls mættust í hörkuleik í 1. deild kvenna í körfubolta en lið heimastúlkna var aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í efstu deild í vor, vann deildina en tapaði fyrir ÍR í fimm leikja seríu um sætið í Subway-deild kvenna. Það mátti því búast við erfiðum leik í gær en leikurinn var hnífjafn í fyrri hálfleik en í þeim síðari náði Ármann undirtökunum. Stólastúlkur gáfu þó ekkert eftir, komust yfir þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka, en endaspretturinn var Ármanns. Lokatölur 78-66.
Meira