Skagafjörður

Nýnot fyrir gamlar íslenskar lopapeysur er viðfangsefni hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar 2023

Hin árlega Prjónagleði verður haldin á Blönduósi 9. – 11. júní 2023 og er að venju blásið til hönnunar- og prjónasamkeppni af því tilefni. Að þessu sinni gengur samkeppnin út að að endurvinna íslenska lopapeysu og nota hana sem grunnefniðvið í nýja nothæfa flík.
Meira

Skagstrendingar hvetja innviðaráðherra að tryggja fjármögnun endurbóta á Blönduósflugvelli

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagastrandar í morgun lagði oddviti hennar, Halldór Gunnar Ólafsson, fram bókun sem sveitarstjórn tók samhljóða undir, þar sem innviðaráðherra er hvattur til að tryggja fjármögnun endurbótum á Blönduósflugvelli.
Meira

Íris Björk og Ívar Örn í úrslitum Gulleggsins

Lokakeppni Gulleggsins fer fram þann 10. febrúar í Grósku og í beinni útsendingu á visir.is þar sem topp tíu verkefnin verða kynnt. Gulleggið er stærsta og elsta frumkvöðlakeppni Íslands og þar hafa fjölmörg sprotafyrirtæki stigið sín fyrstu skref og má þar nefna Controlant, Meniga og SolidClouds. Eitt frumkvöðlateymi af landsbyggðinni er í úrslitunum í ár en það er PellisCol, skipað systkinunum Írisi Björk og Ívari Örn Marteinsbörnum frá Sauðárkróki.
Meira

Grípa verður til aðgerða til að snúa ofan af samþjöppun veiðiheimilda, segir Bjarni Jónsson

„Virðulegi forseti. Aftur og aftur blasir við okkur sá kaldi veruleiki að stórútgerðin heldur áfram að raka til sín meginþorra veiðiheimilda í landinu og grafa undan tilvist smærri fjölskyldufyrirtækja og einyrkja sem halda uppi búsetu á stöðum sem stórútgerðin hefur skilið eftir í sárum,“ sagði Bjarni Jónsson, þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi, í ræðu á Alþingi í gær er hann benti á aðgerðir til að efla smærri sjávarbyggðir.
Meira

Ekkert „umsátur“ á Króknum en lögreglan þurfti að tryggja allsherjarreglu

Um miðjan dag í dag, 8. febrúar, bárust lögreglunni á Norðurlandi vestra upplýsingar sem gáfu tilefni til að lögregla greip til aðgerða á Sauðárkróki til að tryggja allsherjarreglu, eins og segir í tilkynningu á Facebook-síðu embættisins, en við þær aðgerðir naut það aðstoðar embættis ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Meira

Spánskur Mateo Climent til Kormáks Hvatar

Á aðdáendasíðu Kormáks á Fésbókinni er kynntur til sögunnar nýr leikmaður Kormáks Hvatar í 3. deildinni í karlafótbolta en stjórn hefur gengið frá samningum við vinstri bakvörðinn Mateo Climent frá Spáni.
Meira

Fjögur úr Tindastól valin í æfingahópa yngri landsliða KKÍ

Þjálfarar yngri landsliða Íslands í körfubolta hafa valið næstu æfingahópa sína fyrir áframhaldandi úrtaksæfingar sem framundan eru í febrúar. Það eru yngri landslið U15, U16 og U18 drengja og stúlkna fyrir sumarið 2023 sem um ræðir og hefur leikmönnum og forráðamönnum þeirra verið tilkynnt um valið. Fjögur valin úr Tindastól.
Meira

Fjölmörg námskeið Farskólans bjóðast félagsmönnum stéttarfélaga

Enn á ný bjóða stéttarfélögin Samstaða, Kjölur, Sameyki, Aldan og Verslunarmannafélag Skagafjarðar félagsmönnum sínum að sækja valin námskeið sér að kostnaðarlausu en þau eru öllum opin og eru aðrir hvattir til að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Meira

Skagfirðingasveit með nýjan bíl á 112 deginum

Næstkomandi föstudag, þann 10. febrúar, stendur til að lögreglan, slökkviliðið og Björgunarsveitin Skagfirðingasveit fari á rúntinn á Sauðárkróki. Áætlað er að kíkja á leikskólann Ársali, bæði við Árkíl og á Víðigrund, og í Árskóla. Rúnturinn hefst klukkan 10.00 um morguninn og geta bæjarbúar átt von á því að heyra sírenuvæl og sjá blá blikkandi ljós um bæinn. Tilefnið er hinn árlegi 112 dagurinn sem haldinn er ár hvert til að minna á neyðarnúmer landsmanna.
Meira

Íbúum fjölgar eða stendur í stað í öllum landshlutum nema á Norðurlandi Vestra

Þjóðskrá hefur birt samantekt sína um íbúafjölda eftir sveitarfélögum í febrúar 2023 og kemur þar fram að meðan fækkar á Norðurlandi vestra, fjölgar íbúum eða stendur í stað í öðrum landshlutum. Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 601 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. febrúar 2023 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 99 íbúa. Íbúum Akureyrarbæjar fækkaði á tímabilinu um 18 íbúa, í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 159 íbúa og í Sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 88 íbúa, eftir því sem fram kemur á skra.is.
Meira