Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna gefur út Ævisögu asks
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
21.08.2022
kl. 14.15
Ævisaga asks – A journey of a driftwood (ferðalag rekaviðar) er nafnið á litabók sem Byggðasafn Húnvetninga og Strandamann gaf út nú í sumar. Þar er velt fyrir sér hvaða sögu gamall askur hefði að segja ef hann gæti tjáð sig; smíðaður úr rekaviðardrumbi sem gæti rakið sögu sína heim til Síberíu þar sem ferðalag hans hófst. Það er Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri sem skrifar texta bókarinnar en Sigríður Ævarsdóttir gerði myndirnar sem prýða hana.
Meira