Júróvisjóngleði Sóldísar á Hofsósi í kvöld
feykir.is
Skagafjörður
29.04.2023
kl. 08.50
Í kvöld mun Kvennakórinn Sóldís bjóða upp á alvöru Júróvisjónstemningu í Höfðaborg á Hofsósi enda styttist óðum í þá ágætu veislu. Tónleikar Sóldísar þetta árið bera yfirskriftina Eitt lag enn, sem er skírskotun í framlag Harðar G. Ólafssonar, Bassa, sem átti fyrsta íslenska lagið sem blandaði sér í toppbaráttuna í aðalkeppninni sem haldin var í Zagreb árið 1990. Þá var það hljómsveitin Stjórnin sem flutti lagið en nú verður það Sóldís og að sjálfsögðu með glimmer og gleði.
Meira
