Skagafjörður

Stólarnir þurfa að leiðrétta kúrsinn

Tindastólsmenn tóku á móti góðu Keflavíkurliði í Síkinu í gærkvöldi og vonuðust stuðningsmenn Stólanna eftir því að leikmenn hefndu ófaranna gegn Val á dögunum, kæmu ákveðnir til leiks og sýndu Keflvíkingum í tvo heimana. Ekki gekk það eftir. Heimamenn leiddu í hálfleik en í síðari hálfleik gekk hvorki né rak og Keflvíkingar unnu þægilegan sigur. Lokatölur 75-84. Nú er komið að því að hrökkva eða stökkva, lið Tindastóls er vel skipað en eitthvað er augljóslega ekki að virka.
Meira

Þórður Ingi fyrsti pílukastmeistarinn

Pílukastfélag Skagafjarðar var stofnað á aðventunni og í kjölfarið boðað til jólamóts, í samstarfi við FISK Seafood, sem haldið var þann 28. desember í aðstöðu félagsins á Borgarteig 7 á Sauðárkróki. Opið var fyrir 24 þátttakendur og fylltist í mótið fyrir jól.
Meira

Á mótorfákum á framandi slóðum :: Tólf manna hópur í ævintýraferð til Víetnam

Í lok september fór tólf manna hópur mótorhjólakappa af Íslandi í ævintýraferð til Víetnam til að aka þar um sveitir. Fjórir af þessum ferðafélögum voru af Króknum einn frá Blönduósi einn af Hellissandi og rest úr Reykjavík, með sterk tengsl á Snæfellsnesið. Feykir settist niður með tveimur þeirra, Baldri Sigurðssyni og Magnúsi Thorlacius og forvitnaðist um ferðina en þeir telja sig vera upphafsmenn hennar.
Meira

Það verður skíðað í Stólnum um helgina

Snjókoma í byrjun október varð til þess að skíðavinir gerðu sér vonir um góðan skíðavetur í Tindastólnum. Skíðagöngufólk spratt úr spori og opnað var í lyftur fyrir æfingahópa í október en síðan gufaði snjórinn upp og varla hægt að segja að krítað hafi í fjöll fram að jólum. Það hafa því verið rólegheit á skíðasvæðum landsmanna en nú horfir betur til skíðatíðar og stefnt er á að opna í Stólnum um helgina, í það minnsta á meðan veður leyfir.
Meira

Nýtt hljóðkerfi tekið í gagnið í Síkinu

Nýtt hljóðkerfi hefur verið sett upp í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki og mun það leysa af hólmi gamla kerfið sem var víst komið á tíma. Fram kemur í frétt á heimasíðu Skagafjarðar að nýja kerfið sé mun öflugra en kerfið sem fyrir var og mun nýtast vel við íþróttakennslu í húsinu, dreifir hljóðinu betur um salinn og er þar að auki mun einfaldara í notkun.
Meira

Frábær lið og fallegir dómarar í Síkinu í kvöld

Áfram heldur körfuboltinn að skoppa og í kvöld er sannkallaður stórleikur í Síkinu því þá mæta Keflvíkingar í heimsókn. Subway-deildin er jöfn og skemmtileg og aðeins Íslandsmeistarar Vals sem virðast vart tapa leik. Lið Keflavíkur er í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig að loknum ellefu leikjum en Stólarnir eru með 12 stig í sjöunda sæti og hafa ekki alveg fundið taktinn það sem af er móti en meiðsli og veikindi hafa sett strik í reikninginn hjá okkar mönnum.
Meira

Þekktur heimildaljósmyndari í Bjarmanesi á laugardag

Ljósmyndarinn og fyrirlesarinn Esther Horvath sýnir og segir frá störfum sínum á norðurslóðum nk. laugardag í Bjarmanesi, menningar-og samveruhúsi á Skagaströnd. Atburðurinn hefst kl. 15:00, allir velkomnir og heitt verður á könnunni.
Meira

Í landsliðshópi Frjálsíþróttasambandsins eru tvö úr UMSS

Tvö úr UMSS eru í landsliðshópi Íslands í frjálsum íþróttum en afrekssvið og verkefnisstjóri A-landsliðsmála völdu hópinn með hliðsjón af árangri keppenda á árinu 2022. Einn af hápunktum sumarsins verður Evrópubikarkeppni landsliða sem fram fer í Silesia, Póllandi 20-22. júní og er markmiðið að halda sæti liðsins í 2. deild og ljóst er að það er verðugt verkefni.
Meira

Lilja lenti Boeing 767 á JFK í flughermi

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra heimsótti þjálfunarsetur Icelandair sem staðsett er að Flugvöllum í Hafnarfirði og fundaði með forstjóra og framkvæmdarstjórum félagsins. Prófaði hún meðal annars flughermi í setrinu er hún lenti Boeing 767-300 vél á JFK flugvelli í New York.
Meira

Naumt tap Stólastúlkna í spennuleik

Kvennalið Tindastóls í körfunni spilaði fyrsta leik sinn á nýju ári í gærkvöldi en þá heimsóttu þær lið Aþenu/Leiknis/UMFK í Austurberg. Kanaskipti hafa orðið hjá Stólastúlkum en Jayla Johnson spilaði í gær sinn fyrsta leik en hún er allt öðruvísi leikmaður en Chloe Wanink sem var með liðinu fyrir áramót. Leikurinn í gær var jafn og spennandi en það voru heimstúlkur sem reyndust sterkari í fjórða leikhluta og unnu þriggja stiga sigur. Lokatölur 73-70.
Meira