Stólarnir þurfa að leiðrétta kúrsinn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
07.01.2023
kl. 15.23
Tindastólsmenn tóku á móti góðu Keflavíkurliði í Síkinu í gærkvöldi og vonuðust stuðningsmenn Stólanna eftir því að leikmenn hefndu ófaranna gegn Val á dögunum, kæmu ákveðnir til leiks og sýndu Keflvíkingum í tvo heimana. Ekki gekk það eftir. Heimamenn leiddu í hálfleik en í síðari hálfleik gekk hvorki né rak og Keflvíkingar unnu þægilegan sigur. Lokatölur 75-84. Nú er komið að því að hrökkva eða stökkva, lið Tindastóls er vel skipað en eitthvað er augljóslega ekki að virka.
Meira