Borðspil - King of Tokyo
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
24.08.2022
kl. 08.56
King of Tokyo er tveggja til sex mann spil þar sem leikmenn eru skrímsli sem ráðast á Tokyo-borg og berjast við önnur skrímsli. Þetta gera leikmenn með því að kasta teningum og reyna að fá viðeigandi tákn og tölur í sem mestu mæli.
Hver leikur tekur um það bil 30 mínútur og er ætlaður fyrir átta ára og eldri, ekki er þess vegna hægt að segja annað en að hérna sé á ferðinni frábært fjölskylduspil sem er upplagt í bústaðarferðina.
Meira