Uppfærður og endursmíðaður ljósakross á Nöfum
feykir.is
Skagafjörður
18.12.2022
kl. 10.12
Samkvæmt venju var kveikt á ljósakrossinum á Nöfum á Sauðárkróki í hinni árlegu friðargöngu Árskóla sem fram fór föstudaginn fyrir aðventubyrjun. Að sögn Óskars Björnssonar, skólastjóra, var þetta í 24 skiptið sem nemendur skólans örkuðu í bæinn og létu ljósker ganga sín á milli á kirkjustígnum með kveðjunni: Friður sé með þér.
Meira