Mjólkurbikar karla rúllar af stað um helgina
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
30.03.2023
kl. 11.45
Karlafótboltinn fer af stað fyrir alvöru nú um helgina en þá fer fyrsta umferðin í Mjólkurbikarnum í gang. Bæði lið Tindastóls og Kormáks/Hvatar verða í eldlínunni en hjá liði Húnvetninga verður um að ræða fyrsta leik liðsins frá því síðasta haust en liði hefur verið safnað um nokkurt skeið og frumsýning á mannskapnum því nú um helgina. Nú síðast var bætt við markmanni og því allt að verða klárt fyrir sumarið.
Meira
