Kynni af öðrum menningarheimum eru dýrmætt veganesti út í lífið
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
07.04.2023
kl. 13.34
Eftir að hafa boðið lesendum Feykis í menningarreisu til Hugrúnar Önnu í Verónu á Ítalíu í febrúar þá tekur Feykir undir sig stökk til norðausturs og snögghemlar í Austur-Evrópu. Nánar tiltekið í austurhluta gömlu Tékkóslóvakíu, sem flestir lesendur Feykis ættu að kannast við, en í kjölfar þess að halla fór undan fótum Sóvétríkjanna þá sluppu ríki Austur-Evrópu undan járnhælnum. Flauelsbyltingin var gerð friðsamlega í Tékkóslóvakíu 1989 og til urðu Tékkland (ekki skoðunarstöðin) og Slóvakía og það er einmitt í síðarnefnda landinu sem parið Kolbrún Sonja Rúnarsdóttir og Ófeigur Númi Halldórsson stundar nú nám í borginni Košice.
Meira
