Um 80 Dylanlög verða flutt á Dylanhátíð á Skagaströnd
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
05.08.2022
kl. 11.45
Dagana 13.-14. ágúst verður tónlistarhátíðin Eins og veltandi steinn haldin á Skagaströnd en hátíðin er tileinkuð tónlist Bob Dylan. Til stóð að halda hátíðina í fyrra en þá greip Covid-faraldurinn inn í og lífinu var slegið á frest. Nú verður gerð önnur tilraun til að heiðra þennan magnaða tónlistarsnilling. Einn af forsprökkum hátíðarinnar er Hermann Sæmundsson og Feykir hafði samband við hann og forvitnaðist örlítið um Dylan hátíðina á Skagaströnd.
Meira