Skagafjörður

Um 80 Dylanlög verða flutt á Dylanhátíð á Skagaströnd

Dagana 13.-14. ágúst verður tónlistarhátíðin Eins og veltandi steinn haldin á Skagaströnd en hátíðin er tileinkuð tónlist Bob Dylan. Til stóð að halda hátíðina í fyrra en þá greip Covid-faraldurinn inn í og lífinu var slegið á frest. Nú verður gerð önnur tilraun til að heiðra þennan magnaða tónlistarsnilling. Einn af forsprökkum hátíðarinnar er Hermann Sæmundsson og Feykir hafði samband við hann og forvitnaðist örlítið um Dylan hátíðina á Skagaströnd.
Meira

Króksmótið fer fram um helgina

Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Króksmótið í knattspyrnu fari fram á Sauðárkróki um helgina. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2019 sem mótið fer fram en fresta þurfti Króksmóti 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Gert er ráð fyrir að 92 lið frá 19 félögum taki þátt í mótinu og eflaust með jákvæðnina í fyrirrúmi því það er gaman á Króksmóti.
Meira

Zoran Vrkic áfram með Stólunum

Áfram heldur körfuknattleiksdeild Tindastóls að styrkja hópinn fyrir komandi tímabil því nú hefur verið samið við Zoran Vrkic um að leika áfram með Stólunum næsta vetur. „Zoran er Tindastólsfólki vel kunnur en hann spilaði með liðinu frá síðustu áramótum við góðan orðstír. Við bjóðum Zoran velkominn aftur á Krókinn og hlökkum til að sjá hann í Síkinu á nýjan leik,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu kkd. Tindastóls.
Meira

Gul viðvörun á Norðurlandi vestra

Fram kemur á vef Veðurstofu íslands að gul viðvörun er á Norðurlandi vestra í dag og verður talsverð eða mikil rigning, einkum austantil á svæðinu og á utanverðum Tröllaskaga.
Meira

Keppnis- og kynnisferð Molduxa til Evrópu 1994 - fjórði hluti :: Við ramman reip að draga

Mánudagurinn 23. maí var að venju tekinn snemma og héldum við nú áleiðis til Opatja, sem er lítill sumarleyfisbær á Istruskaganum við hreinar strendur Adríahafsins. Árið 1974 dvaldist Ágúst í Opatja í þrjár vikur í skólaferðalagi Menntaskólans á Akureyri og hafði hann gaman af endurkomunni. Eftir að hafa spókað okkur í 28 gráðu hita í Opatja lögðum við af stað til Pula sem er syðst á skaganum og fengum gistingu á Vam hotel. Í bænum bjuggu um 83 þúsund manns þegar Uxarnir voru þarna á ferð og flugi. Í borginni er merkilegt hringleikahús byggt af Rómverjum árið 123 fyrir Krist, ekki ósvipað því sem er í Róm, þó minna að gerð.
Meira

Veðurstofan varar við rigningu og kulda í dag og á morgun

Töluvert hefur rignt síðustu daga á norðanverðu landinu og mest á Siglufirði. Í gær, þriðjudag, var viðvarandi úrkoma en ekki sérstaklega mikil ákefð, segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Veðurspár gera ráð fyrir að það bæti í ákefð í nótt og rigni hressilega á miðvikudag og fimmtudag á Tröllaskaga. Gul veðurviðvörun er fyrir Strandir og Norðurland vestra um hádegi í dag og á það einkum við austantil á svæðinu og á utanverðum Tröllaskaga.
Meira

Jóhannes og Sunna krýnd Íslandsmeistarar í félagsvist á Félagsleikum Fljótamanna

Samkvæmt upplýsingum Feykis er skemmtileg helgi að baki í Fljótum en Félagsleikar Fljótamanna gengu vel þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið sérlega samstarfsfúsir og boðið upp á frekar lásí veðurpakka þessa verslunarmannahelgina.
Meira

Keppnis- og kynnisferð Molduxa til Evrópu 1994 - Þriðji hluti :: Móttökur líkt og þjóðhöfðingjar væru á ferð

Fimmtudaginn 19. maí voru Molduxarnir komnir á fætur kl. 7 eins og aðra morgna í ferðinni. Að loknum morgunverði ókum við af stað til Zagreb í níu manna bifreið er við höfðum tekið á leigu. Um morguninn hafði mágur Petars, Ivo bóndi, komið með bílinn frá Króatíu. Leiðin lá um fallegar sveitir Slóveníu að landamærum Króatíu þar sem við sóttum um vegabréfsáritun og gekk það nokkurn veginn þrautalaust fyrir sig. Ekki fór þó á milli mála við umsókn um dvalarleyfi að við vorum komnir að járntjaldinu sem var nýlega fallið.
Meira

Frábær árangur á Unglingalandsmóti UMFÍ

Fram kemur á FB síðu Frjálsíþróttadeild Tindastóls að árangur frjálsíþróttakrakka úr Skagafirði á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi, sem fram fór um helgina, hafi verið frábær.
Meira

Rök fyrir áframhaldandi strandveiðum

Fyrir strandveiðitímabilið í ár ákváðu stjórnvöld að til veiðanna færu veiðiheimildir sem samsvara verðmæti 35.089 tonna af loðnu. Þetta aflaverðmæti átti að tryggja 48 strandveiðidaga á núverandi veiðisumri, 12 veiðidaga á mánuði í fjóra mánuði maí til ágúst. Vilji Alþingis á síðasta kjörtímabili var að tryggja strandveiðar við landið í 48 daga á ári. Raunin varð önnur.
Meira