Skagafjörður

Spánskur Mateo Climent til Kormáks Hvatar

Á aðdáendasíðu Kormáks á Fésbókinni er kynntur til sögunnar nýr leikmaður Kormáks Hvatar í 3. deildinni í karlafótbolta en stjórn hefur gengið frá samningum við vinstri bakvörðinn Mateo Climent frá Spáni.
Meira

Fjögur úr Tindastól valin í æfingahópa yngri landsliða KKÍ

Þjálfarar yngri landsliða Íslands í körfubolta hafa valið næstu æfingahópa sína fyrir áframhaldandi úrtaksæfingar sem framundan eru í febrúar. Það eru yngri landslið U15, U16 og U18 drengja og stúlkna fyrir sumarið 2023 sem um ræðir og hefur leikmönnum og forráðamönnum þeirra verið tilkynnt um valið. Fjögur valin úr Tindastól.
Meira

Fjölmörg námskeið Farskólans bjóðast félagsmönnum stéttarfélaga

Enn á ný bjóða stéttarfélögin Samstaða, Kjölur, Sameyki, Aldan og Verslunarmannafélag Skagafjarðar félagsmönnum sínum að sækja valin námskeið sér að kostnaðarlausu en þau eru öllum opin og eru aðrir hvattir til að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Meira

Skagfirðingasveit með nýjan bíl á 112 deginum

Næstkomandi föstudag, þann 10. febrúar, stendur til að lögreglan, slökkviliðið og Björgunarsveitin Skagfirðingasveit fari á rúntinn á Sauðárkróki. Áætlað er að kíkja á leikskólann Ársali, bæði við Árkíl og á Víðigrund, og í Árskóla. Rúnturinn hefst klukkan 10.00 um morguninn og geta bæjarbúar átt von á því að heyra sírenuvæl og sjá blá blikkandi ljós um bæinn. Tilefnið er hinn árlegi 112 dagurinn sem haldinn er ár hvert til að minna á neyðarnúmer landsmanna.
Meira

Íbúum fjölgar eða stendur í stað í öllum landshlutum nema á Norðurlandi Vestra

Þjóðskrá hefur birt samantekt sína um íbúafjölda eftir sveitarfélögum í febrúar 2023 og kemur þar fram að meðan fækkar á Norðurlandi vestra, fjölgar íbúum eða stendur í stað í öðrum landshlutum. Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 601 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. febrúar 2023 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 99 íbúa. Íbúum Akureyrarbæjar fækkaði á tímabilinu um 18 íbúa, í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 159 íbúa og í Sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 88 íbúa, eftir því sem fram kemur á skra.is.
Meira

Skagfirskir sauðfjárbændur verðlauna úrvals ræktendur

Félag sauðfjárbænda í Skagafirði héldu aðalfund sinn þann 1. febrúar á Löngumýri og voru veitt verðlaun fyrir framleiðsluárin 2021 og 2022 þar sem ekki náðist að halda aðalfund á seinasta ári. Veitt voru verðlaun í níu flokkum fyrir árin tvö og fengu verðlaunahafar viðurkenningarskjöl og rós frá Starrastöðum og hrútarnir fengu farandgrip til vörslu í eitt ár.
Meira

Liggur við akkeri á Skagafirði og bíður veðrið af sér

Flutningaskip, sem liggur við akkeri rétt utan Sauðárkrókshafnar, hefur vakið óskipta athygli héraðsbúa enda skær ljós þess áberandi þegar tekur að skyggja. Samkvæmt upplýsingum frá Skagafjarðarhöfnum kom skipið síðastliðinn fimmtudag með 800 tonn af asfalti fyrir Vegagerðina og var ætlunin að leggja af stað þá á Ísafjörð en bað um að vera við bryggju áfram vegna veðurs.
Meira

Sr. Aldís Rut ráðin prestur við Hafnarfjarðarkirkju

Nýlega auglýsti Biskup Íslands eftir presti við Hafnarfjarðarkirkju hvar sjö aðilar sóttu um starfið en Skagfirðingurinn sr. Aldís Rut Gísladóttir var ráðin. Sr. Aldís Rut er fædd á Sauðárkróki þann 5. febrúar árið 1989 en alin upp í Glaumbæ í Skagafirði. Hún er yngst fjögurra systkina, en hún er dóttir sr. Gísla Gunnarssonar vígslubiskups á Hólum og Þuríðar Kristjönu Þorbergsdóttur, sjúkraliða.
Meira

Afurðahæstu búin 2022 í Skagafirði voru Ytri-Hofdalir með mestu verðefni og Daufá með mestu meðalnyt

Á aðalfundi Félags kúabænda í Skagafirði í síðustu viku voru í fyrsta skipti afhent verðlaun fyrir afurðahæsta búið 2022 í Skagafirði fyrir mestu verðefni og fóru þau til Ytri-Hofdala sem voru með samtals 634 kg verðefni (7.596 kg mjólk *( 4,86% fita + 3,49% prótein)). Afurðahæsta búið 2022 í Skagafirði fyrir mestu meðalnyt er hins vegar, alls 8.264 kg/árskú af mjólk. Daufá var einnig með hæstu meðalnytina á Norðurlandi vestra og í 7. sæti yfir allt landið.
Meira

100 daga hátíð 1. bekkinga í Árskóla

Í gær var skemmtilegur dagur í 1. bekk Árskóla á Sauðárkróki því þá héldu nemendur og kennarar svokallaða 100 daga hátíð. Tilefnið var að í gær var hundraðasti skóladagurinn hjá nemendum 1. bekkjar en í allan vetur hafa skóladagarnir hafist á því að nemendur og kennarar telja saman dagana og skipta í tugi og einingar.
Meira